Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 13

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 13
13 Vel veit ég, að það er alltítt manna á milli að ætla, að kristnir menn á fyrri tímum hafi verið allmikið fremri mönnum vorrar aldar í trú og siðgæðum. Bágt á ég þó með að ætla, að þessi skilningur sé nærri nokkuru lagi; því ég hygg, að saga mannkynsins mótmæli því hátt og heilagt. Andinn, sem opinberar sig í lífi og kenningu Jesú Krists, er sann- leikans og kærleikans andi: »Guð er andi, og þeir, sem hann tilbiðja, eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika». sf’ér munuð þekkja sann- leikann, og sannleikurinn mun gera yður fijálsa«. Fjandmann sinn ein- kennir Jesús sem anda lyginnar, og kallar hann »föður lyginnar og lygara frá upphafi«. Undirstaðan, sem hann leggur að tilbeiðslu guðs, og þess, að vér könnumst við oss sem guðs frjálsu börn, er hjartalag fult sannsögli og einlægni. Kenning sína tekur hann saman í eitt í þessum tveimur boðorðum: »Elska skaltu drottinn guð þinn af öllu hjarta og öllu þínu hugskoti, og náunga þinn sem sjálfan þig.« Ef vér nú leggjum þessa frumdrætti kristindómsins sem mælikvarða á játendur hans á hinum ýmsu tímbilum andlegrar menningar og þroskasögu Norðurálfunnar, þá komum vér augastað á, hvert starf vís- indanna hefir verið i þessa áttina, og hvað hin frjálslyndari framþróun, er þar af leiðir, hefir áunnið í þjónustu kristindómsins. Fyrstu aldimar tvær standa kristnir menn einir sér með dýrðar- ljóma yfir höfði sér. Staða og lífskjör þeirra voru og sérstakleg, og geta eigi endurtekist. Ekkert er hér til samanburðar. Fyrst frá þeim tíma, er kristindómurinn hefir náð öndvegisstöðu og komist til valda, getum vér séð, hvernig hann verður framkvæmilegur í lífi játenda sinna. En það er fyrst frá miðri 4. öld og eftir það. Frá þeim tíma fær kirkjan meiri og meiri völd. Hún gerist nú einvaldur ráðsmaður trú- arinnar. Skulum vér nú fyrst sjá, hvað sannleiksandanum leið á þeim tíma —- hvernig persónuleg sannsögli og sannleiksást hafðist við á miðöldunum. Trúfræðislega atriðið í trúarbrögðunum nær yfirleitt öndvegissessi á lítt þtoskuðum tímum. Það sannaðist á kristindómnum á þessum tímum. Kirkjan óf brátt flókinn vef af trúarsetningum, sem hún lagði upp úr hinni óbrotnu uppistöðu fagnaðarboðskaparins. Meðal þeirra var ein, sem með ógnunarvaldi sinu leiddi til hinna ægilegusu afleiðinga. Það var kenningin um, að frelsi væri að eins að fá í skauti kirkjunnar (extra ecclesiam nulla salus). Afleiðingin af þessari kenningu var ekki að eins sú, að kirkjan ein tók sér vald til að úrskurða, hvað sann- leikur væri og ekki sannleikur, og þrælbatt með því alla frjálsa vís- indalega rannsókn og allan frjálsan andlegan þroska, heldur varð afleið- ingin, þá er til alls kom, sú, að með því féllu stytturnar undan allri persónulegri sannleiksást og öll virðing fyrir kærleika til sannleikans. Til að komast í skilning um, hvernig þetta: »að frelsi væri að eins að fá í skauti kirkjunnar«, gat haft svo víðtækar afleiðingar, meg- um vér eigi að eins taka til greina hið jarðneska vald kirkjunnar og mátt hennar til að kúga menn til að taka við frelsi. Vér vérðum einnig að hugsa oss sem í fjarsýn allar helvítis-hugmyndir miðald- anna.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.