Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 18

Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 18
i8 manna, karlar, konur og börn, dæmt á höggstokkinn í 3 línum« ; bætir Motley við. Þetta þarf engrar skýringar við. Að drepa menn var. orðið að guðsdýrkun. Ofsóknunum var ekki lokið, þó menn hyrfu frá kaþólskunni. Enska stjórnin hélt áfram ofsóknum, einkum á Skotlandi, með fádæma grimd. Allir voru ofsóttir, sem ekki aðhyltust biskupakirkjuna, eða þá trúarjátning, sem var drotnandi í landinu. Ofstækishugsjónin hvarf þó með kenningum mótmælenda, og ofsóknunum linti smátt og smátt. En seiglífur var hann þessi ofsóknarandi. í frásögur er það fært, að 6 hefðarkonur hefðu verið gerðar útlægar úr Svíþjóð um 1850, af því þær höfðu tekið kaþólska trú. Auk ofsóknanna var trúarbragða-ófriðurinn bein afleiðing af trúar- kröfum höfðingjanna. Saga hans og sú ægilega grimd, er honum var samfara, er svo alkunn, að ekki þarf nema að eins að minnast hans. Auk þessarar algerðu afneitunar kærleiksboðsins verð ég að minn- ast hjátrúarinnar, af því það feikna vald, sem hún hafði yfir að ráða, stafaði af því, að engin vísindaleg rannsókn komst þar að, og leiddi því til óskaplegrar grimdar og miskunnarlauss ranglætis, sem saurgaði sannleiksástina og bróðurkærleikann. Það er galdratrúin. 1 meir en 1500 ár var það óraskanleg trú manna, að það væri ótvíræðlega kent í biblíunni, að hægt væri að tryggja sér aðstoð djöf- ulsins til at fremja yfirnáttúrleg verk — að þeir, sem það gerðu, væru guðs óvinir, og syndsamlegt væri að sýna þeim nokkura miskunn. Kirkjan kærði þá ólánsmenn, sem grunsemd féll á — helzt gamlar kerlingar — með öllum sínum myndugleik. Hörðustu hegningar- dómar voru lögákveðnir. Skarpskygnir og glöggskygnir dómendur rannsökuðu vitnisburðina með fylstu sannfæringu. Ekki nægði dauða- hegning — oftast að brennast á báli —, henni fylgdi að bálkestinum pyndingar, háð og hatur og fyrirlitning. Samkend með svo miklum guðs óvinum var stórsynd. Þessi hjátrú varð sú uppspretta, er tilfinningarlaus grimd, útsmogin vonzka, hatur og hefndarþorsti streymdi frá. Ekki þurfti annað en kæra menn fyrir fjölkyngi. Fá dæmi nægja til að sanna, hve hátt forherðingin og ruddaskap - urinn gat komist: I einum bæ á Þýzkalandi er sagt að 7,000 menn hafi verið brendir. Biskupinn í Bamberg lét brenna 600, og í Toulouse, þar sem rannsóknarrétturinn átti heima, voru 400 menn liflátnir í einu. Og þetta var mesta skemtun fyrir fólkið! Þessu hélt áfram þang- að til vísindin gátu eytt hjátrúnni. En lífseig var hún líka. Síð- asta aftaka, sem dæmd var fyrir galdur, var á Svisslandi árið 1782. Og galdralög voru síðast úr lögum numin á Irlandi árið 1821. Að þessi feiknamikla og víðtæka hjátrú, og það miskunnarleysi og tilfinningarleysi, er henni var samfara, átti rót sína að rekja til fá- fræði um skipulag og krafta náttúrunnar, og ekki að eins lúalegs skiln- ingsleysis alþýðunnar, fáum vér séð af því, að meðal hinna föstu og miskunnarlausu talsmanna hjátrúarinnar voru nokkrir hinir mest fram- Úrskarandi vitsmunamenn mannkynssögunnar. Annar eins maður og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.