Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Side 20

Eimreiðin - 01.01.1908, Side 20
20 að stuðla að þv;, að skýra boð guðs í trúarbrögðunum, og gera oss létt að lifa eftir þeim. Er vér nú leggjum hin sömu frumatriði kristindómsins, sannleiks- ástina og kærleikann til guðs og manna, sem mælikvarða á kristnina eftir árangri rannsóknarfrelsisins, munum vér sjá, að þær ályktanir. er vér fyrirfram gerum oss um hið stóra og góða mikilvægi hinna frjálsu vísinda í trúarstefnunni, staðfesta sig. Vér munum sjá, að kraftur sannleiksandans fer stöðugt vaxandi fyrir því, að persónulegur réttur mannsins, já skyldan til að losna við efann fyrir dómstóli samvizkunnar, fyrir guðs augliti jafnan fær viður- kenningu og staðfestingu alstaðar út um löndin, eftir því sem tímar líða fram. Trúarfrelsi, játningafrelsi, málfrelsi og prentfrelsi fer ávalt vaxandi. Hugmyndirnar um guð verða stöðugt háleitari og hreinni, því betur sem hinum skelfilega sorta vantrúarinnar bregður af hinu and- lega lofti, svo kærleiki barnanna nær að koma í stað þrældómsótta og hryllingar. Bæði fer mannkærleiki og miskunnsemi vaxandi í styrkleik til framkvæmda og sjóndeildarhringurinn stækkar, svo hann nær eigi að eins til þeirra, sem sömu skoðunar eru, heldur og smátt og smátt til allra hinna bannfærðu og kvöldu, sem búið var að kasta í helvíti. Eg vil nú leitast við að sýna í stuttu máli aðalganginn í því, hvernig þetta hefir orðið: Hin fyrstu áhrif vaxandi frjálsrar hugsunar og uppreist hennar gegn þeim sannleika, sem valdboðarnir höfðu ákveðið, er að þakka siðbótinni. Siðbótin er hin sterka andlega bylting, er ryður sér braut á 12. öld eftir Krists burð. Tólfta öldin er ný tímamót i andlegu iífi Norðurálfunnar. Þá gengu tveir endurlifnunar straumar yfir Vesturlönd. Kviknaði annar við það, að menn tóku að iðka nám latneskra gullaldar-rithöfunda. Náði það þó mestum þroska og útbreiðslu, er menn lærðu gríska tungu og kyntust heimspeki Platós af flóttamönnum undan Tyrkjum árið 1453. Annar mikill menningarstraumur kom frá skólum Máranna á Spáni í Sevilla og Cordóva, er ruddist yfir kristin lönd Norðurálf- unnar. Afleiðingar þessara ólíku áhrifa var veikur efunarandi um sannindi þau, er klerkar og kirkja höfðu haldið að mönnum. Eink- um lenti hann í sennu við hina voðalegu auðtrygni á allskonar fjöl- kyngi og kraftaverk. Samtímis þessu rís upp veik hugðarhvöt til al- gerðrar veraldlcgrar vísindaiðkunar, er dró hugann frá guðfræðinni, sem alt hafði gleypt í sig. Af þessu leiddi það, að nú fer fyrst að votta fyrir því, að hatur og fyrirlitning fyrir mönnum annarrar trúar tekur að hverfa. Þrátt fyrir það, að kirkjan hafði ofsótt villutrúarmenn með báli og brandi, skaut villutrúnni þó upp víðsvegar með meira og meira krafti. Abelard gerðist talsmaður óhlutdrægni í hugsunarhætti. Auð- vitað varð hann fyrir áfellisdómi. En áhrifin af ritverkum hans urðu ekki niðurbæld. Og sama árið sem Abelard dó fæddist Averroés í Cordóva. Og um næstu aldir sáust merki þessa máriska anda í bók- mentum kristninnar.

x

Eimreiðin

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1670-3502
Sprog:
Årgange:
81
Eksemplarer:
529
Registrerede artikler:
Udgivet:
1895-1975
Tilgængelig indtil :
1975
Udgivelsessted:
Redaktør:
Magnús Jónsson (1918-1921)
Valtýr Guðmundsson (1895-1917)
Udgiver:
Nokkrir Íslendingar (1895-1896)
Ársæll Árnason (1918-1921)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Bókmennta- og menningartímarit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.01.1908)
https://timarit.is/issue/178984

Link til denne side: 20
https://timarit.is/page/2325162

Link til denne artikel: Nytsemi vísindanna fyrir þroska trúarlífsins
https://timarit.is/gegnir/991004966389706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.01.1908)

Handlinger: