Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 25
25 þannig skrælingja-grimd í meðferð á glæpamönnum og alt til loka 18. aldar, þá er nokkuð fór að breytast til batnaðar. Andstyggilegasti skrælingjahátturinn var pyndingarnar. Ekki þarf annað en nefna þær. Hryllingar þeirra kannast allir við. Að því ég frekast veit var England eina landið, sem aldrei lögleiddi pyndingar. Þó var þeim oftsinnis beitt þar, einkum í kirkjumálum. Sláandi sönnum þess, hve afarlangt kirkjan og kristindómurinn átti í land til þess að skilja Krist, getum vér séð á þeim guðníðingssið, að í fangaklefunum stóð hinn krossfesti Kristur við píslarfærið. Frá ka- þólsku kirkjunni var því ekki að vænta eftir baráttu gegn pyndingum eða hinum skrælingslegu hegningarlögum. Ekki varð heldur búist við því, að mótmælenda kirkjurnar legðu út í þann bardaga. Þvert á móti. Siðabótamennirnir sjálfir voru logandi hræddir við galdranornir og töframenn, og ofsóknum laust því upp gegn stórveldum þessum. Að Kalvín lét brenna Servetus á báli, og það samþykki, er þetta níð- ingsverk fékk hjá Melankton og öðrum, — hvernig John Knox og margir með honum réttlættu það, sýnir ljóslega, að framför í mannúð og umburðarlyndi varð að koma annarstaðar að. Það varð að koma frá mönnum, sem ekki voru þrælbundnir í hugsun sinni, samvizku og hugarþeli, hvorki af hinni drotnandi trú né hjátrúnni. Einn hinna fyrstu, er barðist gegn pyndingunum, var hinn frakk- neski efunarmaður Montaigue, og sakir baráttu Montesquieu og eink- um Voltaires og frakknesku stjórnarbyltingarmannanna var það, að þeim var útrýmt af Frakklandi. ítalskur maður, Bec'caria, mikill dáandi Rousseaus, samdi ritling urn »glæpi og hegningar«, sem kom af stað mikilli hreyfingu um alla Norðurálfuna, og leiddi það smátt og smátt til afnáms pyndinganna. I Danmörku tókst Strúensee að fá þær numdar úr lögum. En eftir fall hans voru þær aftur lögleiddar. Þó ótrúlegt sé, voru þær þar fyrst úr lögum numdar fyrir fult og alt árið 1837. Beccaria barðist ekki að eins fyrir afnámi pyndinganna. Hann leitaðist og við að fá hegningarlögin yfirleitt gerð mannúðlegri. Sér- staklega er hann frægur orðinn fyrir baráttu sína gegn dauðahegningu. Þessi viðleitni til að draga úr hegningunni vakti menn til eftirtektar á ástandinu í fangelsunum. Hér var það hinn enski fráhvarfs (dissenter) prestur Howard og kvekarakonan Elísabet Fry, sem með óþrotlegri starfsemi fengu bætt kjör fanganna, að kalla má í allri Norðurálfunni. Árangurinn af hinum þrautseigu og öflugu nýrri rannsóknum á lögum náttúrunnar og lífsins hefir smámsaman varpað nýju ljósi yfir hin feiknamiklu áhrif, sem alt umhverfið, lífskjörin, þegnfélagsstaðan o. fl. hefir á manninn. Enfremur hafa þær skilgreint áhrif líkam- ans á þroska sálarlífsins, dregið fram í birtuna mikilsvirði ættgenginnar, og vanheilsu-einkenni sálarlífsins o. s. frv. Alt þetta stuðlar smátt og smátt að því, að við fáum aðra skoðun á »sekt« og hinum seka manni. J>að sem menn fyr meir töldu sjálfsagt að væri illverk, það þykir nú eins vel ástæða til að ætla, að stafi af sjúku ástandi sálar- lífsins, eða af ættgengu eðlisfari mannsins, eða af siðspillandi lífskjör- um og heimilisháttum. Þá er svo á stendur, sýna menn línkind í stað sakfellingar, og viðhafa tilraunir til að frelsa og betra, í stað hegning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.