Eimreiðin - 01.01.1908, Side 26
2Ó
ar — eða samhliða hegningunni. Nú játa menn, að brennimark hegn-
ingarinnar sé siðspillandi. í stað þess, sem áður. að láta eitthvað ægi-
legt, söðrum lyndislíkum til skelfingar og viðvörunar«, eða sem í end-
urgjaldsskyni, koma í stað glæpsins, er það nú meir og meir takmark
löggjafarinnar á aðra hliðina, að reyna að siðbæta þegnfélagsástandið,
sem leiðir beint til glæpsins eða freistar til hans, og hinsvegar með
ýmsum hætti að hafa áhrif á viðreisn hins fallna, svo að hann gefist
ættingjum og þjóðfélaginu sem betri maður.
Af þessum nýju áhrifum vísindanna á löggjöf vora (o: Norð-
manna) vil ég nefna hegningardóma með skildögum, lausn úr fangelsi
til reynslu og lögráðalögin, sem neyða bæði til að frelsa börn frá
vondum áhrifum siðspiltra foreldra, og láta fóstur koma í staðinn fyrir
hegningu á barns- og æskualdrinum, sem og að forðast að brenni-
merkja börn með lægjandi og siðspillandi hegningu. það er viður-
kenning þess, að hið góða sé sterkara vald en hið vonda. sterkara
en begning, háð og fyrirlitning, sem er andinn í dómsköpuin og löggjöf
vorrar aldar. Takið eftir mismuninum á skilningi Kalvíns, er hann
sagði: »Það er betra að mörgum saklausum verði hegnt, en
að einn sekur sleppi við hegningu®, og á lagabót vorri, sem
segir: sHver einn efi skal verða sakborningi í vil«, og af io
atkvæðum dómenda þarf fleiri en 6 til að dæma mann sekan.
En þeir menn, sem barist hafa fyrir, að þessi mannúð — mér
liggur við að segja þessi uppeldisfræði í meðferð glæpamanna — bæri
sigurinn úr býtum, hafa svo oft orðið fyrir hrakyrðum af íhalds- og
rétttrúnaðar stefnunni, — hafa verið titlaðir vinir glæpamanna ásamt
fleirum nafnbótum! Menn hafa gleymt því, að það var stofnandi kristin-
dómsins, sem fyrstur varð að þola brigzl fyrir þess kyns vináttubrögð
og var nefndur vinur tollheimtumanna og bersyndugra. Endurgjalds-
lögmál Gyðinga: »Hver sem úthellir mannsblóði, hans blóði skal af
mönnum úthelt verða«, skoðaði þessi stefna sem þann grundvöll, er
kristnir menn ættu að byggja á.
Umburðarlyndis og frelsisandanum er það að þakka, að alt, sem
nefnist góðgerðarsemi og miskunarverk, — sem viðurkent hefir verið
að væri sérskylda kristinna manna — hefir náð sér niðri eftir skiln-
ingi Jesú, sem það verk, er öllum beri jafnt að sýna án undanfarandi
réttarprófs um, hvort um Gyðing eða Samverja, trúarjátning eða ekki
trúarjátning væri að ræða.
»Eú átt að elska drottinn guð þinn«. Það er Krists fyrsta og
stóra boðorð. Tilraun vil ég gera til að sanna, hvem stuðning hinar
frjálsu sannleikselskandi rannsóknir hafa veitt, til að hreinsa og hefja
guðshugmyndina, og með því gert mönnunum auðið að læra að elska
guð, í stað þess að þrælka í hræðslunni og óttanum fyrir honum.
Viðurkenningin um að náttúran sé niðurskipuð eftir ákveðnum
lögum, sem tók að ryðja sér til rúms með stjörnufræðisuppgötvunum
á ió. og 17, öldinni, kemst einlægt lengra og lengra, unz hún með
tveimur vísindagreinum vorra tíma, jarðfræðinni og líffræðinni, nær til
sjálfs lífsins. Nú vitum vér, að frá því fyrst að lífs varð vart á
hnetti vorum, alt og til þess, að það hafði náð sínum æðsta þroska með
manninum, þá er líf þetta háð ákveðnum. lögum. Já nú erum vér farnir