Eimreiðin - 01.01.1908, Page 30
30
með trúmensku eru iðkuð á þessum grundvelli, geta ekki, er til alls
kemur, verið óvinveitt kristindóminum — nema svo sé, að kristin-
dómurinn sé ekki sannleiki.
Það verður þess vegna gamla vantraustið, sem liggur á bak við
þetta tal um »kristileg vísindi«. Ef við setjum annað nafn í staðinn
fyrir vísindi, t. d. efnafræði eða líffræði, þá fáum vér út »kristilega
líffræði«, »eínafræði á kristilegum grundvelli«. -— Það lætur í eyrum
sem háð og skop að Kristi!
Ótti kristinna manna við frjálsa vísindarannsókn er neit-
un traustsins á Krist og kenningar hans.
Röðstyðji orð Krists sig sem »orð eilífs lífs«, þá getum við ekki
annað en reitt oss á það Ijós, sem fellur yfir líf mannanna frá staðreynd
náttúrunnar og lífsins. Það getur ekki slökt það ljós, sem leggur af
krossi Krists.
í>ýtt hefir HJÖRLEIFUR EINARSSON.
Jónas Hallgrímsson.
Kvæði flutt á ioo ára minningarhátíð hans í Khöfn 16. nóv. 1907.
1.
1?að smýgur sem geisli um hvolíin há,
sem hugur og launung á torfærum brautum,
og fossar og klettar kallast á:
»Nú kominn er Jónas af breiðum sjá.«
Hýrnar yfir hæðum og lautum,
en brosandi bjóða þér hönd
og blómavönd
álfar í dölum,
dísir á hjöllum og bölum.
»Æ, komdu nú blessaður, blessaður heim!«
Nú berast þau orð milli tungu og eyra,
og náttúran yrkir við hörpuhreim
og hljómarnir titra’ upp um víðbláan geim.
Vetrinum einnig er unun að heyra.
Tak undir, þú íslenzka þjóð,
þau ástarljóð!
Feðranna tunga,
fagnaðu syninum unga!