Eimreiðin - 01.01.1908, Page 32
32
Rö dd :
í brekku einni var birkihrís,
það bjóst til að verða’ að skóg.
I horninu kuldinn hló.
En sólin hátt upp á himin rís
og hlýju liminu bjó.
fað óx við sumar og sólarbað,
en samt var ei þetta nóg.
I horninu kuldinn hló.
Pví runnarnir hinir ei höfðust að
og hrísið varð aldrei að skóg.
Náttúran lagði mér ljóð í munn
og landið mér ylinn bjó.
Verðið þið allir að vænum runn!
Pað veit ég, að brekkunni’er nóg.
IV.
Lof sé yður, þér landnámsmenn,
er landið vort ástkæra bygðu!
Af sögunnar eldi í sál ég brenn,
og sólin stjörnunum hermir enn,
er hún ljómaði’ á skildina skygðu.
Gátuð þér haldist í grafarró
og gátuð þér varist bræði,
er börnin fóru að brenna skóg
og boðorðum ykkar fleygðu’ í sjó.
— Nú hjó stormurinn strandhögg í næði.
Pegar alt var í eyði’ og tóm
og enginn var hryggur né glaður,
1 gegnum doðann vér heyrðum hljóm
og hrópað á fólkið með djúpum róm.
— Pað var lifnaður landnámsmaður.