Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 35

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 35
35 »daginn renna og rísa af austurstraumum röðulskin og norðar heldur en fyr.« Hann sér sól frelsis og frama senda geisla sína alt norður til Is- hafsins, til Islands, og eigi einungis skína í Suðurlöndum; hann sér þetta í anda, af því að hann elur þá ósk og von í brjósti, aö »Garðarseyjar losni festarbönd.« Og fulltrúa er hann um það, að landið muni eiga glæsilega fram- tið sjálfstæðis og velmegunar fyrir höndum, ef aðeins mennirnir, synir þess, bregðist e.kki, — hann er fulltrúa þess, er hann kveður: »Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki að hrista«; hann veit að þá muni búa þar »frjálsir menn, þegar aldir renna«! Og þótt hann yrði að sjá og reyna, að þjóðin var »hnipin og í vanda«, er hann þó þeirrar hyggju, að hún sé frjáls (o: hafi rétt til að vera það): »Vér vitum glögt að antu okkur, frakkneskur maður, frjálsri þjóð.« Hann sér líka á helgistað landsins hlaðið vígi — »bergkastala frjálsri þjóð«! — Mennirnir birtast í skuggsjá ættjarðarinnar; þar eru þeir annaðhvort stórir eða litlir; xfví Gunnar vildi heldur bíða hel en horfinn vera fósturjarðar ströndum* Og fyrir hönd sína og kunningja sinna árnar hann sameiginlegum vini þeirra heiðurs og góðs gengis »því þú ert vinur vorrar gömlu móður og vilt ei sjá, að henni neitt sé gert.« Hjá Jónasi er það aðeins ísland, sem er »farsælda-frón«, fyrir þ a ð vildi hann vinna og fyrir það hefir hann mikið unnið — fyrir hið íslenzka þjóðlíf; inn í það hefir hann kveðið líf og yl, trú og traust. Margt og mikið er einnig orðið umbreytt hjá þjóðinni, síðan 3’

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.