Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 36

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 36
36 Jónas leið; óskir hans eru nú ýmsar uppfyltar, áhugamál hans mörg í framkvæmd komiti. Nú er ekki eins »dauft í sveitum« og áður var. Þjóðin er nokkurn veginn vakandi, eða sefur að minsta kosti ekki bæði sýknt og heilagt. Miklar efnalegar og menning- arlegar framfarir hafa orðið með þjóðinni —- og stjórnlega rýmk- un hefir hún fengið. En — — þó hefir þjóðin sjálf ekki enn þá aðalvaldið yfir landinu, ekki æðsta valdið, hún á, pólitiskt séð, ekki enn þá landið sitt, þ. e. íslenzka þjóðin hefir ekki enn þá brotist aftur til ríkis á Islandi! Á meðan það er ekki, er mikið eftir, og minning afreksmanna okkar, þeirra manna, sem hafa haft þá þrá ríkasta, að hrinda landinu áfram, minning þeirra ætti að minna okkur á, hvað okkur ber að gera, hvað landið okkar á að vera — minna okkur á að gefast ekki upp fyr en fullu sjálfstæði er náð landinu til handa, gefast ekki upp fyr en landið er orðið okkar, Island er orðið Island, horfið undan erlendum yfirráðum, sem aldrei hafa því vel gefist. þá, ef það verður nokkurn tíma, mun »eyjan hvíta« eiga sér vor« — — og þegar vorið er komið, þá er sumarið í nánd; þá rætast orð skáldsins, að frjálsir menn byggi landið, þegar aldir renna! Við öll, sem hér erum saman komin, við sem öll unnum Is- landi, við skulum á minningardegi Jónasar Hallgrímssonar minnast þess, að okkur ber öllum að vinna að því, aðsumar frelsis og framfara renni yfir landið okkar! Islandi lifi! Úr „Senilia“. Kvæði í óbundnu máli. Eftir IVAN TURGENIEFF. I. SAMTALIÐ. Enginn mannlegur fótur hefir til þessa stigið á hágnípu »Finsteraarhorns« né » Ungfrúarinnari-. Tindaröð Alpanna, heill bálkur þvergníptra hnúka; hér er mið- stöð fjallanna, — hjartastaöur þeirra!

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.