Eimreiðin - 01.01.1908, Page 39
39
ast undan ásóknum óvina sinna. Það er enginn jöfnuður framar
á sókn og vörn; það þarf fyrir hvern mun að lagast.«
»Hvað þá!« sagði ég stamandi, »þetta er það þá, sem þú
ert að hugsa um . . . En við þá, mennirnir á jörðunni, erum við
ekki þín óskabörn?«
Eá lét hún síga brýrnar.
»011 dýrin eru börn mín,« sagði hún, »ég ber jafnmikla um-
hyggju fyrir öllum, og með sama hætti eyði ég og tortími þeim
öllum.«
»En þá hið góða . . . skynsemin . . . réttlætið,* sagði ég í hálf-
um hljóðum.
»Eað er ekki annað en mannleg orðatiltæki,« mælti járnrödd-
in. »Ég þekld hvorki hið góða né illa. Ykkar skynsemi er ekki
mitt lögmál, — og réttlætið! hvað ætli það þýði? Ég hefi gefið
þér lífið, og þegar þar að kemur, tek ég það frá þér aftur og
gef það öðrum, möðkum eða mönnum — mér stendur það alt á
sama. Og þér er bezt að vara þig; ónáðaðu mig ekki í annað
sinn.«
Ég ætlaði að svara; en dimt öskur drundi við úr jörðunni,
sem lék á reiðiskjálfi alt umhverfis.
Og í sama bili vaknaði ég.
IV. GAMLA KONAN.
Mér þótti sem ég væri að ráfa til og frá á geysivíðu vall-
lendi. Og alt í einu var eins og ég heyrði létt og læðulegt fóta-
tak að baki mér. Éað var einhver, sem gekk með mestu gætni og
var rétt á hælunum á mér.
Ég leit við og sá, að þetta var gömul kona, skinin og skorp-
in og búin gráum flíkum. Pað var ekki meira en svo, að séð
yrði framan í hana undir þessum lörfum. Pað var skuggalegt
andlit, hrukkótt, tannlaust og arinnefjað.
Ég gekk að henni, og hún staðnæmdist.
»Hver ertu? Hvað viltu? Ertu flökkukind og beiðist ölmusu?«
Gamla konan svaraði engu. Ég laut að henni og sá þá, að
yfir augum hennar var hvítleit himna af sama tægi og á augum
stöku fugla, og eru slíkar himnur til að skýla fyrir of sterkri sól-
arbírtu.
»Viltu að ég gefi þér?« spurði ég aftur. »Pví ertu að elta
mig?«