Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Side 40

Eimreiðin - 01.01.1908, Side 40
40 Hún svaraði mér heldur ekki neinu í þetta sinn, en gerði sig aðeins enn lúpulegri en áður. Ég sneri þá frá henni og gekk leiðar minnar. Pá heyri ég aftur sama létta, læðulega og hnitjafna fótatakið að baki mér. »Er hún þá komin þarna aftur,« hugsaði ég með mér. »í hvaða skyni skyldi hún elta mig svona á röndumf« En jafnharðan kom mér þetta til hugar: «Hún hefir líklega vilzt, af því hún er sjónlaus, og fylgir sporum mínum eftir heyrn- inni, í von um að ég hjálpi sér og komi sér til mannabygða. Pað er ekkert annað.« Ett smámsaman fór mér að verða eitthvað undarlega órótt t skapi. Mér fanst það í reyndinni ekki alls kostar svo, sem gamla konan elti mig, heldur að hún þvert á móti teymdi mig og tog- aði á ýmsa vegu, og að ég hlýddi henni ósjálfrátt. Ég hélt samt áfram, og varð mér þá alt í einu litið á eitt- hvað svart, sem víkkaði eins og stór hola ofan í jörðina. Pað er gröfin — sú hugsun fló gegnum hug minn sem elding væri —• þangað er það, sem hún dregur mig. Ég sný mér við skjótlega. Hún er þar enn sú gamla og horfir. Hún horfir á mig með grimdarlegum og ógnandi augum, með hræfuglsaugum. Ég lýt að andliti hennar, að augum hennar . . . Aftur sama og áður, himnan yfir augunum —- sama sjónlausa og sljóa andlitið. »Nú, já, já!« hugsaði ég, >þetta er örlaganornin, hún, sem enginn fær umflúið; hún er þessi gamla kona . . . En, nei, nei! hvað ég get verið huglaus! ég verð þó að minsta kosti aö reyna . . . .« Og svo gekk ég í aðra átt. Ég gekk hratt . . . En aftur heyrði ég að baki mér sama læðulega fótatakið, rétt á hælum mér, og fyrir framan mig var aftur holan svarta. Pá tek ég aðra stefnu, en heyri látlaust fyrir aftan mig þetta kynlega skrjáfhljóð, og fyrir framan mig er sami voðalegi svarti bletturinn. Éað er ekki til neins, þó ég sendist á undan og fari í snið- króka eins og héri, sem flýr undan veiðihundum. Altaf þetta sama upp aftur og aftur. »Bíðum við!« segi ég við sjálfan mig. »Nú skal ég leika á þig. Ég fer ekki úr sporunum.«

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.