Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Side 41

Eimreiðin - 01.01.1908, Side 41
41 Og ég sezt niður á jörðina Sú gamla er rétt fyrir aftan mig. Eg heyri ekki til hennar, en ég sé hun er þar. Og í sama vetfangi — hvað sé ég? Svarti bletturinn fyrir fyrir framan mig rennur, skríður áfram og færir sig að mér! . . . Guð almáttugur! ég sný mér við og sé: Sú gamla starir á mig með báðum glyrnunum og munnurinn tannlausi kiprast með grimdarlegu glotti; hann segir þegjandi : xfú sleppur ekki.« S'i'GR. TH. Um stöðu íslands í ríkinu. Ritstjórn Eimreiðarinnar hefir sent mér 3. hefti af XIÍI. árg. hennar, þar sem lesa má eins konar skýrslu um efnið í grein minni í »Gads danske Magasin« um stöðu íslands í ríkinu og jafnframt er reynt að hrekja hana. Eað virðist því hafa verið áform ritstjórnarinnar að gefa mér tækifæri til að svara í Eimr., þótt ég ekki geti ritað á íslenzku. Höfundur greinarinnar, sem sjálfur hefir - aðeins undirritað ádrepu sína með bókstöfunum »S. G.«, er af ritstjórninni nafn- greindur á kápunni sem Siguri)ur Gubmundsson. Frá efninu í fyrsta kaflanum í ritgerð minni, sem er 178 línur, skýrir hann með 45 línum, frá síðasta kaflanum, sem er 158 línur, með 49 línum, og frá miðkaflanum, sem mestu skiftir og hjá mér er 204 línur, skýrir hann með 16 línum, og er þó reyndar ekki nema 13 af þeim eiginleg frásögn, og sú »frásögn« er röng (falsk) einmitt í því aðalatriði, sem alt veltur á. Pað er ekki nóg með það, að hann falsar innihaldiö í hinu afarmikilvæga konungsbréfi 23. sept. 1848, sem ég hafði tilfært orðrétt, heldur sýnir hann þá bjánalegu dirfsku, að leggja fölsun sína mér í munn. Eg ímynda mér því, að fjarvera ritstjórans, dr. Valtýs Guðmundssonar, frá Kaup- mannahöfn um það leyti, er þetta hefti kom út, eigi sinn þátt í, að þessi ritsmíð hefir veriö birt; og með því ég geri ráð fyrir því, skal ég, án þess að hirða um hinn miður sæmilega stílsmáta herra S. G , svara þeim af mótbárum hans, sem standa ekki í

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.