Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 43
43 632) álítur að hafi veriö hafi Noregskonungur sjálfur, einmitt að því er snertir það atriði, þar sem leitast er við að slá fastri upp- gjöf goðorðanna og þá um leið afnámi hins fyrverandi löggefandi alþingis með skriflegu skjali, og í aðalefninu gert út um, að setja skyldi á fót embættisstjórn að norskum sið og með norskum nöfnum. Af því, að þessum mikilvægu ákvörðunum er skotið inn í uppgjafarskjalið 1263, leiðir svo, að úr ákvörðun þeirri, sem stað- ið hafði í fyrsta uppkastinu, um að konungur skyldi láta Islend- inga ná íslenzkum lögum, er dregið með því að bæta við: »eptir því sem hann hefir boðit í sínum bréfum«, og verður þá alr, er snertir löggjöfina framvegis, komið undir því, hvern skilning kon- ungur vill leggja í sín eigin ummæli í þessum bréfum, en texti þeirra ekki jafnframt tiltekinn; og árið eftir er í síðustu og fulln- aðarútgáfu skjalsins ennfremur bætt við þessum afarmerkiligu orð- um: »sem guð gefr honum framast vit til«, og verður þá ekki framar sagt. að á konungi hvíli nokkur skylda til að halda við sérstakri íslenzkri löggjöf. 5. Pau ummæli í grein minni, sem herra S. G. hér ræðst á, eru eingöngu því að kenna, að ekki verður með vissu sagt, hve- nær hin nýja lögrétta, skipuð að norskum hætti, kom saman í fyrsta sinn á Islandi. Heimildarrit vor eru hér um nokkurra ára bil því miður svo fáskrúðug, að menn vaða í villu og svíma bæði um þetta og annað fleira. En á því getur þó ekki leikið nokkur vafi, að þessi nýja lögrétta — eða lögþing, sem svo er nefnt á einum stað í Jónsbók — hafði samskonar vald og norsku lög- þingin, enda var hún hrein og bein eftirmynd þeirra, o: hafði eftir lagabreytingar Magnúsar lagabætis alls ekkert eiginlegt lög- gjafarvald; því vér höfum í utnmælum Loðins lepps 1281 stjórnar- yfirlýsing (officiel Tilkendegivelse) fyrir því, að lögréttan var ekki álitin bær um (kompetent) að setja sig á móti vilja konungs, svo að jafnvel sú mótspyrna, sem fram kom gegn efnishlið laganna — því gegn réttarhliðinni bryddi ekki á neinni mótspyrnu — var skoðuð sem heimildarlaus mótþrói; og eftir að þessu hafði verið yfirlýst, hafðist sú formlega samþykt fram, sem óslcað hafði verið eftir. Herra S. G. virðist ekki geta skilist sú hugsun, að hluttaka undirskipaðrar valdstofnunar geti verið nauðsynleg. Hann álítur líklega, að sé hluttaka valdstofnunarinnar í raun og veru nauðsynleg, þá sé valdstofnunin yfirskipuð, en ekki undirskipuð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.