Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 48
48
þá mundum vér og hafa mælst til hins sama af herra Orluf, ef
viðlíka ókurteis ummæli hefðu orðið í svari hans, sem nú eru
þar (t. d. »fölsun«, »bjánaleg dirfska« o. s. frv.). Nú höfum vér
þó álitið réttast að lofa þessum ummælum hans að standa óhögg-
uðum, og geta þau þá fallist í faðma við það, er ókurteislega
hefir verið mælt í hans garð.
Að finna að því, að herra S. G. hafi varið minna rúmi til að.
skýra frá efninu í grein herra Orlufs, en greinin sjálf tók upp, er
allsendis ástæðulaust. Pví til þess var hann blátt áfram neyddur
rúmsins vegna, enda gátu þá þeir, er lesa vildu greinina í heild
sinni, fengið sér sjálfa greinina á dönsku, er búið var að benda
þeim á hana.
Par sem herra Orluf ber S. G. á brýn, að hann hafi skýrt
»rangt« frá miðkaflanum í ritgjörð hans og »falsað« innihaldið 1
konungsbréfinu 23. sept. 1848, þá er oss eigi ljóst, við hvað hann
á, með því hann getur ekki um, í hverju þessi fölsun sé fólgin. En
þrátt fyrir nákvæman samburð á báðum greinunum og eins á
konungsbréfinu, hefir oss ekki tekist að koma auga á þessa »föls-
un«, og höfum vér þó leitað að henni eins og saumnál. Vér fá-
um ekki betur séð, en að S. G. hafi hér frá öllu rétt skýrt, svo
langt sem frásögn hans nær; en hann sleppir auðvitað ýmsu, sem
betur skýrir skoðun herra Orlufs á málinu, Hér er því ekki nema
tvent til: annaðhvort er þessi »fölsun« svo fíngerð og dulklædd,
að oss brestur skarpskygni til að finna hana, eða hún er aðeins
ímynduð, og þannig til komin, að herra Orluf hefir misskilið
hin íslenzku ummæli S. G.; og það er oss næst að halda.
Vér skulum þá stuttlega minnast á hina einstöku töluliði í
grein herra Orlufs, en látum þess þó fyrir fram getið, að rúm
Eimr. leyfir eigi að elta ólar við allar staðhæfingar hans, enda
mundi það stundum verða mestmegnis óþörf endurtekning á því,
sem herra S. G. hefir tekið fram í grein sinni og hann víðast
hvar hefir bygt á ritum Jóns Sigurðssonar.
1. Pó að Islendingar gengju á vald Hákoni konungi, þá
verður ekki af því ályktað, að þeir hafi um leið gengið á vald
hinu sameiginlega norska ríkisvaldi, eða ríkisráði Norðmanna eftir
að það var stofnsett. Lutu máske Norðmenn að sjálfsögðu ríkis-
ráði Svía á 19. öldinni, þótt þeir hefðu samþykt að hafa sam-
eiginlegan konung? Eða svo vér tökum eldri dæmi: Laut Dan-
mörlc Noregi á dögum Magnúsar góða, af því konungurinn var