Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 55

Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 55
55 og hegnið þessum herjans dólgi síðar, heiðvirða menn svo níði hann ei tíðar.« — »En gættu að þér,« sýslumaður segir, ;>sannanir nema til þú færir mér, get ég alls ekkert gert við þetta hér, getið því að nafns þíns hvergi er.« — »Hvað?« kallar Jón, »þér gys að öllu gerið! Getur það nokkur annar maður verið?« Holger Draehmann. Hann er nú dáinn — skáldajöfurinn mikli, mesta skáld Dana um langan aldur, eina stórskáldið, sem þeir hafa átt, síðan H. C. Ander- sen leið. Hann var höfði hærri en samlandar hans, flestir eða allir samtíða, ekki að eins andlega, heldur einnig líkamlega. Hann var konunglegur ásýndum, en þó enn konunglegri áheyrnar og aflestrar. En hann var hamskiftamaður mikill og gat breytt sér á _ýmsar lundir sem Oðinn, Þótti mörgum hann þá líta alt annað en konunglega út á stundum, enda má það til sanns vegar færa. En konungur var hann samt, því konungseðlið gægðist altaf út undan grímunni, hvér sem hún var. Holger Drachmann var hamhleypa — hamhleypa að yrkja — hamhleypa í skoðanskiftum — hamhleypa í prívatlífi sínu og Íífsnautn. hann var afkastamaður hinn mesti og hefir ritað ósköpin öll, ekki alt jafnsnjalt, en margt svo ágætt, að hann hefir með því reist sér þann minnisvarða, sem jafnan mun standa »óbrotgjarn í bragar túni«. Því mörg af kvæðum hans eru það fegursta, sem nokkru sinni hefir birzt á danska tungu. Slíka gullstrengi hafa fáir átt á hörpu sinni sem hann, og má því Danmörk kveða, er hann er á bál borinn (því hann ákvað, að sig skyldi brenna): »Hnígur þá úr höndum mér harpan strengjum rúin«. Drachmann unni mjög íslandi og íslenzkum bókmentum og það því meir sem á æfina leið. Á yngri árum kvað hann um konungs- förina til íslands 1874, og á efri árum tók hann ýms verkefni sín fir íslenzkum ritum (t. d. »Völundur smiður* og »Hallfreður vandræða- skáld«). Og hið snildarlega kvæði hans til íslands framan við »Hall- freð« og eins íslandskvæði hans við þingmannaförina til Danmerkur 1906 sýna bezt, hvern hug hann bar til íslands og hvert álit hann hafði á því. Annars verðum vér, að því er snertir skáldskap Drachmanns, að vísa mönnum til ritgerðar Henriks Ussings um nútíðarbókmentir Dana í Eimr. IV, 186—199, með því lát hans berst oss rétt í því, er þetta hefti Eimr. er nær því fullprentað, svo að vér vérðum að láta oss nægja að flytja síðustu myndina, sem af honum var tekin, ásamt þess- um fáu minningarorðum. V. G.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.