Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 58

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 58
53 Eg get stært mig æ af einu: enda þótt mig brysti mátt, staðið hef ég þar sem þjóðin, þúsund mönnum hafði of fátt; undan merkjum alþýðunnar aldrei flúið meðalstrit; deilt með henni knífi og kosti, kannaö vos og gigt og slit. Átti eg völ á öðrum starfa, aldrei sveik ég lit minn þó. Hinir sumir hlupu á flótta, hælum börðu sér við þjó. Oft hafa þeir menn í mig glepsað, ástæðan þó væri ei brýn, menn, sem aldrei mannsverk unnu, — mættu reyndar blygðast sín. Læt ég mér í léttu rúmi liggja þau hin breiðu spjót, sem mér eru send á stundum, sand og möl og skarn og grjót: Eg hefi reynt mín verk að vanda. Vera má, af kröftum smám reitt ég hafi um öxl mér ásinn — ásinn þann, sem hæfir fám. Meðaljárn, en beitt af brýnslu, betra er miklu en ryðgað stal. Pví er hlaðin þoku-myglu þúsund manna lúpu-sál, að þær lyfta aldrei vængjum, aldrei kjósa vængjaþyt; neyta aldrei orku sinnar, — eiga spil, en svíkja lit. Sá er betri, er svella lætur sér um enni veðrin grá, gengur fram í grjóthríð lífsins, gerir eins og bezt hann má. Engum manni er unt, þó kjósi, alt að vinna gallalaust, enda þótt hann eigi skilið ýmsra manna og sjálfs sín traust. Menn, sem gætu miklu orkað, morna og þorna af viljaskort. Fáir nenna fram um merkin fyrir ættland sitt og vort. Af þeim sökum oft er hjakkað of mjög niður í sama far; af þeim sökum eru margir eins og gamalt, strandað far. Nú eru menn til verks að vakna, veita hjálp og þiggja lið. Andstæðurnar óðum vaxa: ilt og gott á hvora hlið. Bæði öflin treysta tökin, takast á um gervan eld, eins og Pór við Ólaf konung inni að Blót-Rauðs forðum kveld. Sólar frændur sigri ráði! Sortu-hyskið falli í val! Eru til þess eldar gervir endilangan mánasal. Heilladísir lands og lýða lýsið nú í hverjan bæ! Berið myrkrið inn í urðir, út í vind og niður í sæ! Nóttin ríkir yfir öllu, andlit mána á himni sér; rauðbirkinn og risalegur rakleitt sína braut hann fer.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.