Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 59

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 59
59 Snjórinn sýnist opiö auga, eldur vakinn, furðu glær. þá er eins og þögnin mæli þúsund tungum nær og fjær. Andi landsins er á sveimi undir hjálmi stjörnublám. Fyrir löngu hylt ég hefi hilmi þann, með beygðum knjám; son minn elzta svarið honum, sömuleiðis hina þrjá; honum eiga þeir að þjóna, þótt ég loki minni brá. Lands vors Hulda lifir enn þá, laðar menn í skála sinn. Stendur hann um þjóðbraut þvera; þar er heimill kosturinn: lind og snjór og loftið hreina, lýsigull, er kvöldar að; niðaróður niðri í dölum, norðurljósa steypibað. Vér skulum þaraðsumblisetjast, signa full og kveða brag; sólveigarnar saman drekka sumarlangan geisladag, meðan Hulda beltið bláa býr úr sumarullu til. Á hún dyngju uppi í heiöi, inni í dal og fram við gil. Rokkinn snýr hún enn sem áður undir fossi bratta gils; gerir þar sinn upphlut allan utidir risi bláa þils; lætur þar sitt bezta belti blákembt alt og sólskins-rautt. meðan fólkið flýr af hólmi festulaust og viljasnautt. Eg mun sitja enn sem áður undir hennar skáldavegg; bakast þar við sól á sumrin, súpa þar á vetrin hregg; vaka þar á vaðberginu, vera þar í heimi draums, — standa þar sem öldur iða undir fossi móðurstraums. Sú mun ykkur þökkin þekkust — þess ég get — að horfi eg fram; eðlis míns og orða neyti enn við Braga skálaglam. — Petta er enginn svanasöngur. Svona geri eg þakkarljóð. Verið sælir, vinir mtnir! Vermi ykkur sóiarglóð! GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.