Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 66
66 »gamla stílnum«: Mest sagt frá »konungum og stríðum«, er ekki ætíð var jafn mikilsvert. »Mannkynssaga« er ekkert annað en saga þroska mannkynsins og menningarbaráttu, hinir einstöku atburðir hlekkir 1 menningarkeðjunni — misjafnlega stórfeldir. Auk þess sem hún verður að tilgreina hina merkari atburði, á hún að sýna sam- hengið í baráttunni. Til þess var of lítið tillit tekið í hinum eldri sögum — og eins í sögu P. M. Yið getum skemt okkur við að lesa sögur hans, íslendingar, því að Riddarasögurnar eða sögur fornald- arinnar og ást á þeim höfum við drukkið inn með móðurmjólkinni; en sem mannkynssaga er slíkt lítt mentandi. Úr þessum skorti — og hann var tilfinnanlegastur að því er unglingana snerti — bætir þessi litla bók að nokkru. Hún er aðal- lega þýðing á söguágripi, skrifuðu á dönsku af manní, sem mjög þótti laginn fræðari og var miklum mentum búinn. Málið virðist vera gott á bókinni, en þó mun hún bera keim af því sumstaðar, að hún er »þýdd«, enda getur mál á þýðingum sjaldan orðið eins lipurt og mál á því, er frumsamið er. G. Sv. ÁGÚST BJARNASON: YFIRLIT YFIR SÖGU MANNSAND- ANS. NÍTJÁNDA ÖLDIN. Rvík iqoó. Islendingar hafa mætur á sögum — það vita allir. En ég hygg þá líka, og það ekki sízt marga alþýðumenn. gefna fyrir heimspeki; ég trúi ekki öðru en að þeir læsu með ánægju heimspekileg rit, ef nokkur rækt væri lögð við að koma því á íslenzku, sem andans mikilmenni annarra þjóða hafa verið að brjóta heilann um og varið allri æfi til að gegnhugsa. Hin löngu vetrarkvöld á íslandi veita tóm til margskonar hugleiðinga. í þessu yfirliti felst ágrip af því, sem heimspekingar ig. aldar- innar hafa framleitt í »andans ríki«, þeirrar aldar, sem umbrotamest hefir verið, að því er við til þekkjum. Á. B. hefir viljað gefa íslend- ingum nokkura hugmynd um, í hverju umbrotin hafa legið, enda nýt- ur hann nú styrks til heimspekilegrar fræðslu. Má gera ráð fyrir, að frásaga hans sé hin áreiðanlegasta, þar eð nú er ágætar heimspekis- sögur að liafa á flestum tungumálum, og ná þær fram á okkar daga. En galla tel ég á bókinni, galla, sem getur orðið til þess, að hún komi ekki að tilætluðum notum. Málið er víða óeðlilegt. Að það er nokkuð þurt, getur komið af því, hve erfitt er að rita um þessi efni á íslenzku, þótt efnið ætti reyndar sumstaðar að blása lífsanda í málið. Það er annað, sem verra er: Þótt höf. sé ekki sérlega illa að sér í bókmálinu, þá liggur manni þó við að ætla, að hann kunni alls ekki að tala íslenzku — alþýðlega, og því ekki heldur að rita hana, svo að við alþýðu hæfi sé. Hann þyrfti að ala aldur sinn upp í sveit, meðal bænda, meira en hann gerir; þá gæti hann sjálfsagt skrifað svo, að almenningi væri vel læsilegt. Fyr er tilganginum ekki náð. G. Sv. JÓN ÖFEIGSSON: KENSLUBÓK í ÞÝZKU. Rvík 1906. Þessi bók er eftir ungan, efnilegan málfræðing, sem sérstaka stund hefir lagt á þýzka tungu. Er því óhætt að gera ráð fyrir, að til hennar er vandað eftir föngum. Er bókin líka að mun hentugri byrj-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.