Eimreiðin - 01.01.1908, Side 71
71
126,261,000. En hver athugall lesandi getur þó séð, að þetta er prentvilla. Prent-
villa hlýtur það og að vera, þar sem á bls. 65 stendur »Modargumenter« sem þýð-
ing á »Meðmæli«. Aftur er það auðsjáanlega röng þýðing, er »Miðlunin 1889« er
þýtt með »Forlig 1889« (bls. 59) í staðinn fyrir »Mæglingsforslaget 1889«. Á ein-
stöku stað er og málinu dálítið ábótavant (t. d. »Forstaaelse« f. »Opfattelse« o. s.
frv.). en ekki er það svo, að neitt komi að sök og yfirleitt má þýðingin heita góð.
Um dönsku útgáfuna hefir talsvert verit ritað í dönskum blöðum og meginið af
henni prentað upp í einu blaði á Jótlandi. En misjöfnum augum hafa menn litið á
bókina, enda ekki við öðru að búast, þegar á hana er litið með aldönskum aug-
um. Hörðust árás var gerð á hana í blaði Albertis ráðherra »Dannebrog«, af dr.
juris K. Berlin, en þá hélt dr. Valtýr Guðmundsson svörum uppi af íslands hálfu
og spanst út úr því nokkur ritdeila, sem þó lauk mjög friðsamlega (sbr. »Danne-
brog« 17. og 25. nóv. og 2. des. 1907). V. G
FERÐABRÉF FRA NORÐURLANDI (»Reisebilder aus Nordisland«) hefir
herra Heinrich Erkes í Köln ritað í »Rheinische Zeitung« (31. júlí, 6., 7., 14.
ág- og 6. sept.). Eru það mest náttúrulýsingar af stöðum þeim og héruðum. er
hann hefir ferðast um (Akureyri, Húsavík, Mývatni, Ódáðahrauni, Dettifoss, Grímsey,
Raufarhöfn o. s. frv.), og er vel lýst og skemtilega. Nöfn eru þar ekki aðeifts rétt,
heldur líka jafnan skýrt frá þýðingu þeirra, og auðséð á öllu, að höf. er vel að sér
í íslenzku, enda hefir hann áður sýnt með leiðarvísi sínum í íslenzku, að hann hefir
aflað sér óvenju mikillar kunnáttu í tungu vorri. V G.
ARTHUR BONUS: ETWAS UBER ISLAND (sérpr. úr »Preussische Jahr-
búcher CXXIV, 3). Ritgerð þessi er einkar vel rituð og ber vott um bæði mikla
þekkingu og skynsemi og dómgreind. Er þar fyrst lýsing á sagnarituninni íslenzku
og hvað hún hafi sér til ágætis. og er sú lýsing bæði hugðnæm og greinileg. Um
hin nýrri skáldrit vor segir hann, að þau séu allrar virðingar verð og eigi að minsta
kosti skilið, að menn gefi þeim gaum sem þætti í heimsbókmentunum; en öllu
hærra geti menn varla gert þeim undir höfði. Hinir beztu eiginleikar fornsagnanna
komi ekki í ljós hjá nútíðarskáldunum íslenzkti, heldur hjá sumum skáldum annarra
þjóða, einkum Shakespeare, Bjornson og Ibsen. íslenzku skáldin haldi sér mest við
ljóðagerðina og hafi tekið í erfðir veikustu hliðina og versta gallann hjá fornskáld-
unum, sem sé þann, að leggja of mikla áherzlu á dýrt rím og hljómmikla kveð-
andi. En þau skáldin, sem minst hafi af þessu gert, Bjarni Thórarensen og Grímur
Thomsen, séu líka mestu skáldin Hin láti formið leggja of mikil bönd á sig. En
því miður líti út fyrir, að mesti blómatími hins nýíslenzka skáldskapar sé um garð
genginn, eftir því sem ráða megi af þýðingasafni Poestions í »Eislandsblúten«. Ekki
svo að skilja þó, að ekki séu þeir til meðal yngstu skáldanna, sem sýni góða skáld-
gáfu. »En hve langt standa þau þó ekki á baki Bjarna Thórarensen (1786—
1841)!« V. G.
ÍSLENZKA LÆKNINGABÓK (Codex Arnamagnæanus) 434a, i2mo.) hefur
dr. Kálund gefið út í ritum Vísindafélagsins danska, Khöfn 1907.
Utgefandinn hyggur bók þessa ritaða á ofanverðri 15. öld og svipar henni
mjög til danskrar bókar eftir Harpestræng lækni (*}* 1244) og annarrar norskrar, er
próf. Hægstad hefur grafið upp fyrir skömmu. í bókinni er margskonar fróðleikur