Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 6

Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 6
Santeuil (1630—97) hlaut. Hann dó úr tóbakseitrun, er einn af þeim háu herrum hafði hrist nasafylli af neftóbaki í glas hans. Corneille (leikritahöfundur, 1606—85) féll í ónáö hjá Mazarin kardínála, af því hann leyfði sér aö gera fáeinar breytingar í upp- kasti að sorgarleik, sem honum var skipað að fylla eyður í. Og svo fátækur var hann í elli sinni, að þegar hann hafði þrjá um sjötugt, sá vinur hans hann fara inn í skóarabúð, til þess að fá gert við skó sína meðan hann stóð við, því hann átti ekki nema þá einu skó, sem hann gekk á, eins og segir í vísunni: »Á gatnamótum, hjá skósmið, beið hinn mikli Corneille berfættur eftir skó sínum.« Og þó var fjarri því, að Loðvík XIV. léti sig engu skifta um Corneille. Pá má og minnast þess, hve ákaflega Racine (1639—99) tók sér nærri reiði þá, er konungur lagði á hann og sem átti rót sína í pólitiskum höfuðórum konungs. Hirðskáldin voru aldrei stórum hærra sett í metorðastiganum en hirðfíflin, höfðu álíka metorð og hirð-stjörnuspámennirnir. Pó ekki fari fyrir skáldunum eins og Tassó (í Ferrara á Ítalíu 1544—95), að þau verði rugluð við hirðina, eða þeim sé vísað á burt þaðan, eins og Camoens (í Portúgal, 1524—80), heldur hafðir í metum, þá verða þau að borga þessa náð með ómerkilegum tækifæris- og hátíðakvæðum. Til dæmis má nefna hvílíkan fjölda jafnvel Goethe hefir ort af þesskonar kvæðum og hve óhæfilega mikið rúm þau fylla í ritum hans. I byrjun endurreisartímabilsins (14. og 15. öld) eiga mynda- smiðir og málarar skynsamlegri og betri kjörum að sæta. Gildin í Flórenz panta listaverk hjá Dónatelló (myndasmiður, 1386— 1466). Bæjarstjórnin lætur listamennina keppa um að skreyta ráðhússalinn. En á 16. öldinni verða listamennirnir að lifa á paf- anum og þjóðhöfðingjum. Michel Angeló vinnur fyrir Júlíus pafa II., en er í sífeldum kröggum með að fá borgunina, sem hann er þó mjög þurfandi fyrir. Seinna vinnur hann fyrir Medicíættina, er hann þó taldi óhamingju ættborgar sinnar, sem svift hafði hana frelsi sínu. Málarinn getur með engu móti verið án vel- gjörðamanns, sem gefur honum fé til að kaupa fyrir efnin í lista- verkin. Tizían (1477—1576) fær fyrir »Madonna di Ca Pesaro«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.