Eimreiðin - 01.09.1909, Page 9
169
schlágers gekk hús úr húsi og færði áskrifendunum sjálf leikrit
þau, er þeir höfðu skrifað sig fyrir.
III.
Eftir að höfundar höfðu fengið vernd gegn uppprentun rita
þeirra, kom til mála, hvort ekki mætti einnig vernda eignarréttinn
á ritum þeirra á öðrum tungum, sem menn öldum saman höfðu
skoðað sem allra eign eða engra. Fyrir höfunda, sem rita á
stórmálunum, skiftir það enganveginn litlu, hvort rit þeirra eru
þýdd í óleyfi, en það er þó ekkert höfuðatriði fyrir þá, með því
þeir hafa margar miljónir lesenda að þeim á frummálinn í sínu
eigin landi, og í öðrum löndum eru líka miljónir manna, sem skilja
tungu þeirra. Lesendur þýðinganna geta því naumast orðið eins
margir og lesendur frumritsins. En fyrir höfunda, sem rita á tungu
smáþjóðar, skiftir spurningin um þýðingarréttinn stórmiklu, með
því lesendur þýðingarinnar verða langtum fleiri, en lesendur frum-
ritsins, og tekjurnar af leikriti hans verða svo langtum meiri á
hinum fjölmörgu útlendu leikhúsum, en frá fáeinum leikhúsum á
ættjörðu hans.
Nú hafa samt um langa hríð einkum stjórnir og þing smámála-
landanna neitað að gera samninga við önnur lönd, sumpart af
því, að þau mundu tapa á því, með því að langtum meira væri
þýtt á þeirra mál af útlendum bókum, en úr þvi á aðrar tungur,
og sumpart af því, að það yrði þrándur í götu fyrir útbreiðslu
menningar, sem brýn þörf væri á — og er þetta enn uppi á
teningnum hjá Rússum þann dag í dag.
En meðan réttur höfunda yfir ritum þeirra er ekki trygður
þeim með samningum, geta þeir orðið fyrir fleiri tilfinnanlegum
skakkaföllum en þeim, að verða af öllum tekjum af hinum þýddu
ritum. Mér er vel kunnugt dæmi þess, að útlendur ránsforleggjari
hefir í heilan mannsaldur ekki aðeins stungið í vasa sinn öllum
arði af ritum eins höfundar (o: Brandesar sjálfs), heldur og breytt
titlum bókanna, bútað þær í sundur og selt kafla úr þeim sem
heilar bækur, og svo í ofanálag bætt við neðanmálsgreinum, sem
mæltu með forlagsbókum hans, sem höfundurinn hafði aldrei séð.
Eg þekki dæmi þess, að slíkir ræningjar hafa í fullu lagaleyfi
sölsað undir sig alt æfiverk höfundar, án þess að borga honum
einn eyri, ekki einu sinni sent honum nokkurt eintak af ritunum.