Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 17

Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 17
177 Hvepjum sitt. S igga: »Nú og svo sagðir þú trúlofuninni slitið ?« Stina: »Já, og sendi honum ailar gjafir hans aftur En hvað heldurðu, að hann hafi þá gert?« Sigga: »Sjálfsagt eitthvað afskaplegt?* Stína: »Hann sendi mér heilan tug af öskjum með tállit og hárdusti og jafnframt ósköp stutt bréf, þar sem hann færði ástæður fyrir því, að þetta mundi nokkurnveginn jafngilda því, sem hann hefði borið með sér heim á frakkanum sínum frá því við kyntumst fyrst. Hann héldi, það mundi ekki hafa verið öllu meira.« A skrifstofu g’ufuskipafélag'sins. Farstjórinn: »Hér er öllu svo haganlega niðurskipað, að sérhverjum er fengið einmitt það starf, sem honum lætur bezt. Jerlöv er gjaldgeri, Holck skrifari, Fischer . . .« Aðkomandi: Fischer, — hann sem er gersamlega heyrnarlaus.« Farstjórinn: »Já, fyrir honum á að þylja allar kærur, sem koma til félagsins,« Hann gekk í gildruna. Magnúsi söðlara þótti ósköp gaman að sitja niðri í gildaskála á kveldin, og var því jafnan orðið mjög áliðið, er hann kom heim. En af því hann læddist æfinlega á tánum, vaknaði f’uríður kona hans aldrei, svo að henni var ómögulegt að komast fyrir, hvenær hann kæmi heim á nóttunni. f’egar hún spurði hann daginn eftir, hvenær hann hefði komið heim, svaraði hann vana- lega: sklukkan hálftólf« eða slangt gengin tólf.« En Þuríður trúði honum ekki meir en svo. Eina nótt var Magnús svo óheppinn að reka sig á stól og ryðja honum um koll, og við það hrökk kona hans upp. Hún fór undir eins að þrífa eftir úrinu sínu, en uppgötvaði þá, að hún hafði gleymt því inni í stofu, þegar hún fór að hátta. »Heyrðu, Magnús minn,« sagði hún þá, eins og úrvinda af svefni, »viltu ekki gera það fyrir mig, að stöðva klukkuna inni í borðstofunni. f’að heyrist svo mikið til hennar, að mér er ómögulegt að sofna í kveld.« Magnús lét óðara að orðum konu sinnar, og því næst afklæddi hann sig og hypjaði sig í rúmið. I’egar hjónin voru komin á fætur daginn eftir og sátu við morgunkaffið inni í borðstofunni, sagði Þuríður í mesta grandleysis- róm: »Kornstu seint heim í gærkveldi?« — »Mikil ósköp, nei; hún var ekki nema hálftólf.« — »Jæja, Magnús minn, viltu ekki líta á klukkuna?« Þegar Magnús leit á klukkuna, varð honum svo hverft við, að hann misti kaffibollann niður á gólfið. Vísirinn stóð á III. Lýst óbeinlínis. Húsbóndinn og húsvinur hans sitja í skrif- stofunni og eru að reykja og rabba saman eftir miðdegisverðinn. Þá. segir húsvinurinn meðal annars: 12

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.