Eimreiðin - 01.09.1909, Page 20
i8o
4. aþríl ’og.
Nú má óhætt gera ráð fyrir, að »nefndarfrumvarpið« sé til
fullnustu dauðadæmt — nú, er Danir sjálfir fyrir munn fræðara
síns dr. Kn. Berlíns hafa játað, að skilningur meirihluta þjóðar-
innar (innlimunarfrv.) væri hárréttur, en meirihluta nefndarinnar
(fullveldisfrv.) rammskakkur.
Nú þarf víst ekki framar vitnanna við.
»Dönsku bræður« hafa sýnt sig eins »ærlega« og þeir eiga
vanda til í Islandsmálum: Eftir á hafa þeir nú látið uppi, hver
tilætlunin hafi verið.
En íslenzka þjóðin lét ekki blekkjast. Og nú hafa alþingis-
forsetarnir 3 verið hér á ferð og skýrt konungi og dönsku þjóð-
inni frá málavöxtum, að því er frumvarpsfylgi snerti; þeir hafa
ekki hopað þar —• enda gátu þeir það bókstaflega ekki, alt var
lagt upp í hendurnar á þeim, með vilja þjóðarinnar og boðum
flokksins. Loks hefir þetta haft þann enda, að stjórnarskifti hafa.
orðið í landinu og Björn Jónsson gerður að ráðgjafa, svo sem
kunnugt er.
Margir höfðu búist við því, að í það sæti yröi annar kjörinn.
Skúli Thóroddsen var sá eini af íslenzku nefndarmönnunum
í fyrra, er stóð fastur fyrir; hann þótti því ekki »lipur«(!). En
með sæmd fór hann héðan, hann hafði ekki talað af sér — kaldur
kom hann og kaldur fór hann, bráðnaði hvorki í sólarhita kon-
ungdómsins ué hlýju skauti »dönsku mömmu«. Enda þótt hann
stæði einn uppi á móti 6 og margar hrakspár fylgdu honum úr
ýmsum áttum, þá vóru þeir þó eigi allfáir, jafnvel meðal Dana,
er virtu framkomu hans; menn sáu þegar, að hann var ósmeykur
við að vera einn síns liðs. Stefna sú, er hann hélt fastri, var að
vísu ekkert annað en það, sem þjóðin hafði krafist, að gert yrði
í nefndinni, en samt hafði hann með þessari afstöðu sinni að
nokkru leyti skapað horfurnar, eins og þær urðu síðar. Eða
hvernig mundi málinu hafa reitt af, ef hann hefði fylgt hinum
nefndarmönnunum ? Vitaskuld hefði allmikill hluti þjóðarinnar þeg-
ar snúist í gegn þessu frumvarpsóféti, er fór í gagnstæða átt við
kröfur Islendinga, — en hverjir hefðu sigrað?
Meirihluti þjóðarinnar fylgdi Skúla að málum og átti hann því
að lyktum sigri að hrósa yfir hinum nefndarmönnunum. Pess
vegna átti hann, er að auki var gamall alþingismaður, að koma