Eimreiðin - 01.09.1909, Qupperneq 22
182
lykta leitt. Pegar það tókst ekki, þá nær það ekki lengra. Við
förum okkar leið og vinnum að málum okkar, sem mest við get-
um, án þess að Danir ko'mi þar nálægt. Vinnan á að vera í því
fólgin, að halda rétti okkar sem fastast fram í verki, unz við get-
um náð viðurkenningu á honum, slitið sambandinu og gerst óháð
ríki út af fyrir okkur.
Vegur til að heyja slíka sjálfstæðisbaráttu er þessi:
Alþingi ályktar, að »stöðulögin« gildi ekki á Islandi; þá er
því bjargi formlega úr vegi rutt. Petta er það fyrsta, sem gera á.
Síðan eiga Islendingar að byggja stjórnarskrá sína á réttar-
grundvelli sínum sem fullvalda ríki. Pessi stjórnarskrá á að vera
vopnið. Ógerlegt verður sem sé til lengdar að meina Islending-
um, að haga stjórnarskrá sinni eftir því, sem þeim þykir henta,
og Danir hafa illan málstað, ef þeir ætla sér að halda því til
streitu, að stöðulögin séu réttilega geíin fyrir Island; í raun og
veru hurfu þeir líka frá því við nefndarstörfin. Mæti Islendingar
mótspyrnu frá Dana hálfu til þessa, þá er sjáanlegt öllum lýðum,
að rétturinn er íslands megin, svo að ágætt tilefni er fengið til
þess, að höggva sambandshnútinn sundur. En fái þeir þessu
framgengt, þá leiðir það smátt og smátt til viðurkenningar á full-
veldi landsins (er það eitt ræður öllum sínum málum), og þá eru
þeir sjálfráðir um hvað þeir gera — geta beitt fullveldi sínu, er
tækifæri gefst, til þess að segja sig úr sambandinu.
Pað er og rétt spor í áttina, að taka t. d. slík atriði sem
það, að stofnsetja hæstarétt í landinu. En þá má aðeins ekki
setja inn í þau lög, er skipa fyrir um það, neitt ákvæði, er felli
»úr gildi« þar að lútandi grein stöðulaganna; alþingi viðurkennir
sem sé ekki gildi þeirra á Islandi og getur því ekki numið þau
úr gildi sem önnur rétt lög, heldur verður það, eins og ég gat
um, fyrst að lýsa þau formlega ógild, en sú yfirlýsing gerist með
þingsályktun.
Jafnframt þessu verður að kappkosta eftir mætti að efla hag
okkar og sýna með því, að við getum staðið á eigin fótum, sam-
fara því, að við leitumst við að ávinna okkur sem mesta sam-
hygð annarra þjóða.
Takmarkið með öllu þessu er því ekki það, að gera sam-
bandið við Dani sem traustast. Heldur þvert á móti að losa
sem mest um það. Pað hefir og, í sjálfu sér frá upphafi og fram
á þenna dag, verið frumtónninn í sjálfstæðishreyfingu Islendinga.