Eimreiðin - 01.09.1909, Qupperneq 24
184
»dönsku mömmu«, en gera yfirbót og éta ofan í sig alt, er blaö
hans hefði flutt þeim til hnjóðs, og haldið hann mundi ella eigi
verða hafinn til ráðgjafatignar af kóngi. Pað var og satt, að
þetta var lítilmannlegt. Hann hefði ekkert þurft um þetta að
segja, en úr því hann fór til þess, átti hann að gera það á menni-
legri hátt en svona. Menn geta vitanlega sagt, að það komi
harla lítið við íslendingum yfirleitt, þótt B. J. afneiti »ísafold« og
öllu hennar athæfi, honum muni ekki vera það of gott, ef hann
hefir lyst á. Pessu er þó ekki allskostar þannig farið. Að vísu
skiftir það almenning litlu, þótt hann fari lítilsvirðandi orðum í
dönskum blöðum um þann unga mann, er fullyrt er að hafi verið
aðalmeðhjálpari hans í greinaskriftum síðastl. ár, eður vilji gefa
honum sök á þeim greinum, er sumum kunna að þykja ógætilega
orðaðar. Peir tveir um það. En hitt snertir íslendinga, að hann
sem fulltrúi landsins auðvirðir sjálfan sig og þjóðina, er hann
kingir því, sem þrásinnis hefir staðið í hans eigin blaði — greinar,
þar sem kennir kala til Dana út af meðferð á málum okkar og
rétti (eða þar sem skilnaðarhugsun kemur fram). Hver ætli beri
ábyrgð á þessum greinum? Auðvitað B. J. Og það má mikið
vera, ef hann hefir ekki sjálfur skrifað eitthvað af þeim, og alveg
óhugsandi, að honum hafi ekki verið kunnugt um efni meginþorra
þeirra. Hví þá ekki að standa við »hvað skrifað er« — allra
helzt þar sem það í höfuðatriðum var alveg satt, er í greinum
þessum hefir staðið, þótt verið geti, að komast hefði mátt heppi-
legar að orði í þeim sumum,
B. J. hefði ekki heldur neitt þurft að óttast; hann hefði orðið
samþyktur af kóngi, þótt hann hefði ekkert um þetta sagt — og
svo hefði farið um hvern þann, er íslendingar hefðu gert út í
þeim erindum. Pað var konungur búinn að láta í ljós við menn
hér. Og Danir vóru um tíma hræddastir við það, að Islendingar
myndu engan ætla sér að senda á konungs fund, en dubba ráð-
gjafann upp á sitt eindæmi í landinu sjálfu. Peir — Danir —-
vissu hvorki upp né niður, hvað til bragðs skyldi taka, og þeir
gátu ekkert gert nema neita »ívilnunum« í frumvarpsbreyting-
um, en við því bjuggust menn, og það gerðu þeir líka. Engin
»hætta« var því á ferðum; það vita allir, sem nokkuð í þessu
grynna. En Islendingum gafst hér tækifæri til þess að koma nú
einu sinni fram sem menn, er í hvívetna stæðu við orð sín, og
hefði þess verið neytt til hlítar, þá hefði Dönum verið gefið ærið