Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Page 25

Eimreiðin - 01.09.1909, Page 25
i»5 áhyggjuefni og með því meira gagn unnið sjálfstæðisstefnunni (skilnaðarstefnunni) en nú hefir raun á orðið. í þess stað var rétt eins og B. J. væri það sérstakt áhugamál að lítillækka sig, fjalla um, hve ísl. þjóðin væri lítil móts við þá dönsku (eins og slíkt kæmi málinu nokkuð við!) og hversu danska þjóðin hefði geysi- lega mikið til síns ágætis (keimlík þessu vóru og ummæli Kr. J.). Breyttist B. J. ekki á því að telja Dönum trú um, hversu mjög hann virti þá — til þess er líka hentugur tími einmitt nú, er þeir reynast ófáanlegir til þess að viðurkenna þann rétt, er B. J. sjálf- ur með öðrum Islendingum telur tilverurétt sjálfstæðrar íslenzkrar þjóðar! Pað getur auðvitað vel verið, að B. J. elski »dönsku mömmu« persónulega — af persónulegum ástæðum, er hann og bar hér fram, en þeim mátti hann engan veginn blanda hér inn í, og í þeirri stöðu, sem hann nú er, var það óhæfilegt, að hann lét, svo sem fyrir hönd ísl. þjóðarinnar, dönsk blöð flytja yfirlýsingar um þetta. En síðan hafa Danir líka hreykt sér; nú hafa þeir aftur undirtökin. Er þó svo að heyra sem þeir ætli að vera náðugir og fyrirgefa Birni brek hans og hið fyrra líferni — ef þess megi vænta, að hann vilji styrkja *sambandið«. Og hann hefir haft góð orð um það. Og í því tel ég hann hafa drýgt höfuðsyndina. Því að: að treysta sambandið, er að vinna á móti skilnaði. En hver er nú sá íslendingur, er eigi óskar þess og vill vinna að því, að við getum orðið alsjálfstæðir, lausir við Dani, ríki út af fyrir okkur? Pó hefir Kr. J. sagt hér — kóngi og blaðamönnum — að »99 af hundraði af ísl. þjóðinni væri á móti skilnaði við Danmörku«, og eftir B. J. hafa blöð hér haft, að hann hafi fullyrt, að hann og hans menn og þjóðin væri andstæð skilnaðinum, teldi hann draumóra eða fíflæði (»Fantasteri«). Hvaðan hafa þeir þetta? Hefir skilnaðarmanntal verið tekið á ís- landi? Nei, gripið úr lausu lofti — hvorugur veit víst, hvað hann fer með. Ef nokkuð væri hægt um þetta að segja, í tölum, þá færi það sjálfsagt fremur í gagnstæða átt, þar sem einmitt sú stefna, er sigraði heima í sumar er leið, styðst við skilnaðargrund- völlinn: Pjóðin hafnaði frumv., af því að það bindur, í staðinn fyrir að leysa! Og hver nauður rak menn þessa til þess, að vera að prédika þetta fyrir Dönum nú, þegar verst gegndi og sízt átti við? B. J. tjáði ennfremur Dönum, að í þingflokk »sínum« mundu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.