Eimreiðin - 01.09.1909, Qupperneq 29
189
Pví aö skilnaðurinn hlýtur að vera takmarkið, en sambandið
við Dani milliliðurinn (meðalið), »neyðarúrræðið«, á meðan við
fáum ekki skilnaðinum framgengt. Pað er jafnvel skiljanlegt, að
það sé og verði um hríð álitamál meðal ýmsra, hvort við munum
»færir« til skilnaðar nú þegar, eða hvort tímarnir séu »hentugir«
til slíkrar baráttu að svo stöddu; um það verða menn ekki sam-
mála alt í einu. En um takmarkið geta íslendingar eigi déilt í
alvöru. Og þó ruglar E. H. þessu öllu saman og gerir orð álykt-
unar þeirrar, er hann var flutningsmaður að á Pingvf., að mark-
leysu — hyggur líklega að hann geri sfjórninni og sjálfstæðis-
flokknum greiða með því.
Nei, óhyggilega fer stjórnin og ísaf. að, ef hún ætlar með
þessum hætti að hafa út úr Dönum fullveldisviðurkenningu handa
ísl. þjóðinni. Og hve lengi vill hún láta þetta ganga, þangað til
grípa ber til »neyðarúrræðisins« f Hve lengi? Pví að blaðið getur
ekki hugsað sér »nokkurn danskan stjórnmálamann svo flasfeng-
inn, að liann fari að hlaupa eftir þessum kröfum sjálfstæðisflokks-
ins«, meðan við erum ekki á eitt mál sáttir. Hve lengi?
Ætli »sjálfstæðismönnum« væri ekki sæmra — í staðinn fyrir
svona óyndisúrræðamálæði — að leitast við að gera skylda sína
og kenna öðrum Islendingum að gera hana: að vinna að því
hrukkulaust, að við getum sem fyrst orðið al-sjálfstæðir, lausir úr
stjórnlegu sambandi við Dani (því að á meðan við erum í slíku
sambandi við annað ríki, »ráðum« við, er minni máttar erum,
aldrei til fullnustu »einir yfir landinu«, eins og ráðgj. segist þó
vilja). Og vinnan á vitanlega að beinast að því, að gera menn
sammála um alt það, er hér að lýtur, en það verður aðeins
með því, að missa aldrei sjónar á takmarkinu, heldur hafa
það ávalt ljóst fyrir augum og miða við það allar gerðir sínar í
lands og þjóðar þarfir. Pað, sem greiðir veginn að takmarkinu,
skilnaðinum, á að kosta kapps um að framkvæma; hindrunum á
að ryðja úr vegi. Og þennan starfa á að hefja þegar í stað —
kappgönguna að markinu.
Með öðrum orðum: skilnaðarbaráttuna á að hefja, án þess að
hafa það fyrir stafni að flækjast sem lengst með Dönum; hvort
það tekur langan eða skamman tíma að komast alla leið, kemur
ekki málinu við, ef menn vita hvað menn vilja.
Petta vill þjóðin, ef hún er ekki afvegaleidd, og þessi var