Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Page 35

Eimreiðin - 01.09.1909, Page 35
195 slysni getur orðið illbætanleg. Og sá tími getur komið, að í eyrum þeirra ómi, sem bergmál úr Islandstjöllum, hin ásakandi rödd Ágústs keisara tilVarusar, er herskörunum týndi: redde milri legionesl í öndverðum jdlímán 1909. G. Sv. Athugasemd ritstjórans. Pótt vér höfum látið tilleiðast að veita framanskráðri grein rúm í riti voru, fer því mjög fjarri, að vér séum henni sammála í ýmsum greinum. Ástæðan til þess, að vér höfum ekki viljað neita henni um upptöku er aðallega sú, að vér viljum fylgja orð- taki Grúndtvígs gamla: »Frihed for Loke som for Thor«. En fullkomið Loka-ráð álítum vér það, að vera að eggja Islendinga til skilnaðar við Dani og gera lítið úr þeim skynsamlegu at- hugasemdum, sem Guðmundur skáld Friðjónsson hefir í ritgerð sinni í Eimr. XV, i fram flutt gegn því, að við værum færir um að standa á eigin fótum sem fyllilega sjálfstætt og fullvalda ríki, án nokkurrar aðstoðar annarra. Islendingar eiga að sjálfsögðu að fullu og öllu að ráða sínum eigin málum, en út á við er oss vafa- laust hollara að standa í sambandi við Dani en nokkra aðra þjóð. Og algerlega einir sér getum vér ekki staðið, án þess að stofna landinu í stórmikla hættu. — Að því er ummæli höf. um ráð- gjafakjörið snertir, þá álítum vér ekki sýnt, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði haft betra manni á að skipa, eftir því sem á stóð og stefna flokksins horfði við. Hitt er annað mál, hvort flokkurinn hefir tekið rétta »pólíhæðina«. En það mun höf. finnast, að hann hafi einmitt gert með því, að heimta hreint konungssamband, sem er í rauninni sama og fullur skilnaður við danska ríkið. Dómur höf. um hinn nýja ráðgjafa vorn er og nokkuð snemma fram borinn, áður en hann hefir fengið nóg tækifæri til að sýna sig. Pví hvað sem kann að mega segja um ummæli hans við danska blaðamenn í forsetaförinni frægu, þá virðist hann ekki hafa látið kikna mikið í knjáliðunum í hinni annarri utanför sinni, er hann átti við stjórn Dana að etja sem ráðgjafi. Pað sýnir meðal 13*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.