Eimreiðin - 01.09.1909, Page 43
203
kryplingur. — Líkkistur og brúðhjónarúm eru tíðasta yrkisefni
þessarra kvæðamanna. Danmörk og Danskurinn eru fyrir utan
sjóndeildarhring flestra þeirra eða svo utarlega í honum, að þeir
sjá ekki, hvernig þau eru og geta ekkert af þeim sagt. t’eir eru
þó ekki allir svo sjóndaprir, sem sést af því, er hér fer á eftir.
Og sumir hafa heyrt sitthvað frá þeim sagt, þótt ekki hafi þeir
séð neitt með eigin augum.
Ef til vill þykir sumum þjóðskáldunum óvirðing í að setjast
hjá Símoni Dalaskáldi, meðan vitnaleiðslan fer fram. En ég bið
þau að gæta þess, að hér er þeim ekki skipað til sætis í bók-
mentasal þjóðarinnar. Pað er engin hætta á, að þau missi neins
í af skáldvirðingum sínum.
Ritgerð þessi hefði átt að vera miklu fullkomnari. En Eím-
reiðin og aðrar ástæður hafa markað mér þröngt sögusvið. Helzt
hefði átt að rita um hugarþel íslendinga í garð útlends valds, frá
því er Islendingar gengu undir Noregskonung og fram á þennan
dag. Væri það hið skemtilegasta viðfangsefni. Vér höfum mjög
snemma sögur af því, hvernig Islendingum var innan rifja í garð
þess. í sögu Staða-Árna er t. d. frásögn af, að sakir vóru
bornar á tvo menn, er áttu að hafa talað xósæmilegar til konung-
dómsins en byrjaði*. Pótt »eigi yrði sá áburðrinn, er nauðsyn
stæði til undanfærslu«; er það naumast ofdjörf ályktun af þessu,
að hið útlenda konungsvald hafi þá átt sér óvildarmenn. — Eg
hefi byrjað frásögu mína á Bjarna Thórarensen. Af því að ég
varð að ljúka ritgerðinni fyrir tiltekinn tíma, hefi ég ekki getað
kannað öll þau rit, er ég hafði ætlað mér. Og mér þótti réttast
að birta hana þegar.
fað kemur ekki flatt upp á mig, þótt sumum þyki ritgerð
þessi stappa óhæfu næst. »Oft má satt kyrt liggja*, segja þeir
og þar fram eftir götunum. Ég svara því: Engum myndi þykja
óviðurkvæmilegt, þótt ritað væri um skaplyndi Islendinga í garð
útlends valds frá upphafi og fram á vora tíma, eins og ég mint-
ist á áðan. Tað getur því ekki verið goðgá að rita örstutt brot
af þessarri sögu, ef það er gert hlutdrægnislaust. Ég bið þá, er
gremjast kann sumt af því, er hér er sagt, að minnast þess, aö
hvorugum málsaðila, íslendingum og Dönum, getur orðið nema
gagn að því, að sannleikurinn sé leiddur í ljós. Engir gerast óneyddir
sambýlismenn, nema það sé, að minsta kosti, meinlaust með þeim.
Éjóðir verða og að eiga skap saman, ef náið stjórnarsamband á