Eimreiðin - 01.09.1909, Side 46
20 6
frýs o. s. frv.). I Borðsálminum minnist hann á »yfirvöldin illa
dönsk á annarrihverri þúfu«. Hér gæti verið átt við dansklund-
uð íslenzk yfirvöld, danska Islendinga í embættisstétt, eða þá
danska embættismenn. Jónasi var ekki vel við þá. 1 bréfi 8.
ágúst 1837 kemst hann þannig að orði um Lund sýslumann: »í
morgun mætti ég Lund sýslumanni. Hann tók ofan höfuðið, þegar
hann mætti mér, og hrundu þá úr því kvarnirnar alla götuna«.
Pjóðræknum Islendingum á dögum Jónasar var ekki mikið um
Dani, er skipuðu embætti heima. I uppkasti Jónasar að Ping-
vallabréfinu sést greinilega hugarþel hans í garð Dana. Jónas á
tal við Kölska. Fara umræðurnar fram á íslenzku, þangað til þeir
kveðjast. Pá þrífur djöfsi til dönskunnar, þegar Jónas er að
kveða hann í kútinn: »Sá god Nat da,« sagði djöfullinn, »vi tales
nok ved en anden Gang, hvis De kommer til Danmark i Efter-
aaret.« »Meget forbunden, hils dine Venner og Bekendte.« »Æh!«
sagði djöfsi, »det er smukt Sprog det Danske, men dette Men-
neske taler det ikke godt.« Að því búnu varð hann að reyk og
hvarf út í nóttina.« Bað er eins og Jónas láti djöfsa eiga heima í
Danmörku. Menn taki eftir, hve falleg fjandanum þykir danskan.
Bað er mál, sem á við hann. Virðist þetta sýna litla ást á
Dönum og því, sem danskt er. Pingvallabréf Jónasar er miklu
meira en græzkulaust gaman. Bað er beizk alvaran í hæðnislíki.
Jónas hefir ekki ort né ritað beinlínis um stjórn Dana á oss.
Pó má ráða í hugsanir hans og tilfinningar á því. Bví verður
naumast neitað, að þeim sé það ekki óskylt mál, er Jónas yrkir um
»aldir, er stofnuðu bölið kalda, frægðinni sviftu, framann heftu,
svo föðurláð vort er orðið að háði.«
Á 5. áratug aldarinnar sést enn skýrara en áður, hvað ís-
lendingar hugsa um Dani. Eftir Gísla Thorarensen (t. 1818
Ljóðmæli, Reykjavík 1885), er til háðkvæði, »Fyrsta alþing«. Á
því sést, að hann hefir ekki haft miklar mætur á þeim. Kvæðið
er um: 1. ósvífnisfjárokur Dana á Islendingum, 2. fyrirlitning þeirra
á alþingi og réttindum þess, með öðrum orðum á stjórnarsjálf-
stæði landsins, og 3. lítilmensku Islendinga og auðsveipni í viður-
eign við þá. Gísla þykir aðfarir Islendinga og Dana líkar því, er
mýs og kettir eigist við. Pví breytir hann þingmönnum í mýs,
og þinghúsinu í búrhillu, þar sem þær heyja þingið, konungs-
fulltrúanum — kommissarius — í völsku, danska valdinu í kött.
Valskan, »kommissarius«, dregur ekki dul á það við mýsnar —