Eimreiðin - 01.09.1909, Qupperneq 48
208
sem óþarfi sé að efna: »Mýsnar hanga á vonarinnar snaga. Um
efndirnar má altaf síðar tala.«
En lakast og hlægilegast er, að þingmenn veltast eins og
vala við orð hetinar. Peir eru veifiskatar stjórnarinnar dönsku.
Valskan heitir einni músinni heilum osti, ef hún smalar vel. Ein
músin — þingmaðurinn segir: »Eg sé að mýsnar veltast eins og
vala við yðar orð, ó, kommissaríus.« í þingbyrjun vóru mýsnar
roggnar og borubrattar, eins og þær ætluðu að hengja bjölluna
á köttinn — vilji þingsins átti að verða keyri á hann. Pað er
því ekki ný saga, að Islendingar séu illorðir, er Danskurinn er
hvergi nærstaddur, en verði að eintómu smjaðurbrosi óðara og
þeir hitta hann á götunni, en roðni frá hársrótum ofan í háls og
þræti ef til vill fyrir alt saman, ef Daninn af tilviljun hefir heyrt
það eftir þeim og ber það á þá.
Pá hefir Jóni Thoroddsen ekki altaf verið sem bezt við
Dani, að minsta kosti um eitt skeið. Hann tók þó þátt í stríði
með þeim, en það hefir víst stafað af skáldlegri æfintýralöngun,
fremur en af danskri ættjarðarást. »Var það á svipstundu álykt-
að og framkvæmt« (o: að hann færi í stríðið) segir Jón Sigurðs-
son í æfisögu hans, »og lagði hann að fám dögum liðnum af stað
til hersins í Slésvík«. Hann yrkir um Dani kviðling til Péturs
Hafsteins. Hann fer þar hvössum orðum um þá, en minnist samt
ekki á; hvernig þeim farist við Islendinga. Pað eru almenn
skammyrði, þar sem hann gerir lítið úr þjóðkostum þeirra. Slíkar
skammavísur eru varla eftir hafandi, en af því að þær sýna skap-
lyndi þessa mikla merkisskálds, er Danir eru öðrumegin, tilfæri ég
þær hér.
Undrast þú ekki, hin góða
og aflmikla hetja,
Gorms þó hins gamla þú sjáir
grunnhygna arfa
strita og sterklega velta
steinum til veggja;
ei urðu háturnar hlaðnir
hellum úr fáum.
Veiztu það ekki, minn vinur,
sér vilja þeir reisa
varða, sem aldur um allan
öldum skal votta:
engin að önnur þjóð hafi
í alheimi víðum
meiru stutt megni og hafið
Móríuríki.«
Neðan máls eru skýringar á, hverjir séu arfar Gorms hins gamla
o: Danir, og hvað orðið Móría þýði: »Móría heimskugyðjan hjá
Grikkjum, smbr. Ljóðabók Jóns Porlákssonar II, 174, 620«. Pað