Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 55
215 má bera kinnroða fyrir sjálfa sig og alla þá smán, er menn hafa dirfst að hafa í frammi við hana. Pað væri öll von á, þó að hún hlypi í felur óðara og hún sæi út um einhvern gluggann, að gestir riðu heim tröðina. Pað kennir hér sömu tilfinningar á nið- urlægingu landsins og í eftirmælum Jónasar eftir Porstein Helga- son: »Föðurláð vort er orðið að háði«. Pað er gaman að taka eftir, hve Steingrímur kemst líkt að orði og Bólu-Hjálmar. Hann sagði, að þjóðin væri næstum því lögst í kör. Steingrímur segir, að hún sé komin í hana. Fór þjóðinni það aftur á þeim 14 árum, sem eru milli þjóðfundar- söngs Hjálmars og »Sú var tíðin fyr, þá frelsið reisti?« Lesand- inn minnist og orða Gísla Brynjúlfssonar um möruna og Van- landa, er Steingrímur segir við þjóðina, að hún hafi verið troðin möru margra alda. Pví er ekki að leyna, að mörg kvæðin um kúgun landsins eru oflík hvert öðru. Samt leikur enginn vafi á einlægninni í bræði þeirra og gremju. En um þessar mundir kemur til sögunnar skáld, er vegur að Dönum með vopnum úr vopnakistu sjálfs sín. f*að er Benedikt Gröndal. 1861 birtist eitthvert hið mesta kynjaþing, er íslenzkur mannsheili hefir skapað. Pað hýrnar yfir mörgum íslendingi, er hann heyrir nafnið nefnt. fað er Heljarslóðarorusta. Engin ís- lenzk bók er slíkur stuðningur á þeirri kenning, að skamt sé milli frumleiksafburða og vitfirringar. Hún minnir á maukið, sem nornirnar í Macbeth suðu, þar sem hinum undarlegustu og ólíkustu hlutum var rent í sama pott, refstönn, blámannshúð, flæðarmús, tígra- merg, tyrknesku skeggi o. s. frv. En Heljarslóðarorusta er ennsund- urleitari, meir ósamkynja. Pað var alt óæðra eðlis, er nornirnar suðu saman. En Gröndal hrærir göfugt og ógöfugt saman. Það er einmitt það, sem lesandinn dáist að í Heljarslóðarorustu, hvernig manninum fer að detta í hug í sömu svifunum andlát Alexanders Húmboldts, burðargjald á Norðra og kind með tíu hölum norður í Pistilfirði, eða þá Pjóðólfur og uppreistarsaga Thiers. Gröndal gleymir ekki Dönum á Heljarslóð: «Flýttu Danir sér sem skjótast að senda legáta víðsvegar, til þess að segja, að þeir væru ekki með neinum, því þeir vissu enn eigi, hverjum mundi betur ganga, en vildu víst þar vera, sem von var. Danir eru drengir góðir og vinfastir*. I Gandreiðinni, 1866, er hann hálfu illorðari í garð þeirra, enda mun hann þá hafa átt sín í að hefna. Tað var um þær mundir, er hann átti í ritdeilum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.