Eimreiðin - 01.09.1909, Qupperneq 56
2IÖ
Konráð Gíslason. Konráð var þá »kominn upp í bekkinn«, eins
og Sigurður Breiðfjörð segir, og fékk því hæglega komið skamma-
greinum um Gröndal í dönsk blöð. En þeir vóru alt tregari á
að veita andsvörum hans viðtöku. Hann er líka reiður dönskum
blaðamönnum fyrir óvild þeirra á íslandi og skilningsleysi á ís-
lenzkum málefnum: »far (í dönskum blöðum) er tekið við öllum
skömmum um íslendinga, en ef þeir vilja bera hönd fyrir höfuð
sér, þá fá þeir ekki rúm í blöðunum til þess«. »Længe var Nor-
dens!« »Ég tek alt, sem rífur Islendinga niður«, lætur hann
Ploug segja. »Danskir blaðamenn hafa aldrei verið svo heimskir,
að vera Islendingum meðmæltir. Skammir og fyrirlitning!«, er
hann látinn segja skömmu seinna. En það er ekki eingöngu blöð
og blaðamenn Dana, sem Gröndal er í nöp við. Pað er þjóðin,
tungan og alt, sem danskt er, sem hann hatar og ræðst á. Fyrst
er, hve Danir eru illir íslendingum, eins og blaðamennirnir: »Pað
má innbyrla Dönum alt, því þeir skilja ekkert í íslenzku og geta
ekki lært hana, eins og þú veizt, og þeir trúa alténd því, sem
verst er sagt um íslendinga*. Og tungan fær ekki betri útreið.
Óðinn segist ekki tala hana nema við dóna. Og djöfullinn talar
hana heima hjá sér, eins og hann gerði á Pingvöllum í uppkasti
Jónasar: »Pú skilur eiginlega ekkert nema dönsku«, er sagt við
hann. Pað er hvortveggja, að mörgum Islendingi er ekki sem
léttast um réttan framburð á dönskunni — svo hefir sagt dansk-
ur skipstjóri, er verið hefir í förum heima, að hann hafi að eins
heyrt tvo Islendinga tala hana vel, og þeir vóru víst báðir
af dönskum ættum —, enda hafa þeir lítinn þokka á henni.
Tómas Sæmundsson sagði, þegar hann var í Höfn, að sér leidd-
ist að heyra þetta »barbariska mál alt í kringum sig«. Og djöfsi
skipar — í Gandreiðinni — plötupúkum og drísildjöflum að
»hljóða danskt húrra« öðru hverju. Pá finst Gröndal ekki mikið
til um bókmentir Dana. »Allar þýðingar af dönskum bókum eru
til orðnar eftir mínum innblæstri«, segir djöfullinn. Pað er sneitt
bæði að dönskum bókmentum og tungu, er djöfsi segir, að öllum
leirskáldum láti bezt að yrkja á dönsku. Pað sést á því, sem á
undan er komið, að tvö íslenzk skáld, önnur en Gröndal, hafa
ekki borið mikla virðing fyrir gáfum Dana. Bjarni Thórarensen
vék því að þeim í »Eldgamla ísafold« (þeim Dönum er skopuð-
ust að honum og löndum hans). Jón Thóroddsen smánaði þá
fyrir það í vísunum til Péturs Hafsteins. Enn á ég dálítið eftir