Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 57
217
úr Gandreiðinni: »Enginn er fjær sjálfshólinu en Danir — — —
þeir tala heldur ekki svo mikið, en framkvæma því meira.« Grön-
dal grípur á kýlinu. Beztu'mönnum Dana, t. d. Georg Brandes, verður
tíðrætt um málandann í þeim (»det danske Vrövl«). Merkilegt
er, að skilnaðarhugsuninni skýtur þar upp úr kafinu. Gröndal
hefir þótt réttast að láta danskan mann lauma henni út. Pegar
Plógur er að verða til á Sprengisandi, segir hann: »Petta land
held ég enginn kaupi, ég held það væri bezt að láta þá hafa það
sjálfa — við getum ekki varið það, hvort sem er, og allir geta
tekið það af okkur, hvenær sem vera skal«. Pessi orð sýna, að
Gröndal hefir þótt æskilegt, að vér losuðumst við Dani, enda yrði
okkur lítið lið að vörn þeirra, ef á reyndi.
Sjaldan hefir stjórnmálaflóðið oltið með meira afli yfir landið
en kringum 1870. — Pað sér glögg merki þess í skáldskapnum.
Pá vóru menn kröfuharðari en nokkru sinni fyr. Pað er naum-
ast tilviljun, að Vorhvöt Steingríms (»Pú vorgyðja svífur«) birtist
um það leyti (prentuð í Nýjum Félagsritum 1870). Sterkari
frelsisþrá er varla í öðru íslenzku kvæði, einkum í síðasta erind-
inu: »Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog og vetrarins
stormdunur þungu« o. s. frv., sem verður að teljast til hins tígu-
legasta og aflmesta, er kveðið hefir verið á íslenzku. Ég vildi,
að eitthvert tónskáld vort semdi lag við þessa stormhvöt hins
háaldraða og mentaða merkisskálds vors, svo að hún — síðasta
erindið — yrði íslenzkur þjóðsöngur. 1873 var haldinn Pingvalla-
fundur, þar sem sjálfstæðis landsins var krafist með meiri ákafa en
dæmi vóru til áður, eins og kunnugt er. Pá kvað Matthías í
fundarlok — hefir þjóðsýnilega verið hrifinn af fjörinu og áhug-
anum:
Getið verður þess, er þorðu, »Frjáls kjöri þjóð til frelsis
þingdjarfir íslendingar fjallbygð Garðars alla;
inna einum munni lýður skal lögum ráða;
orð hvell á Þingvelli: landrétt hefir guð settan!«
— Pað verður ekki mælt á Celsíus né aðra mæla, hve miklum
hita kvæði skáldanna hafa hleypt í landsbúa. — Pá er og sem
skáldin um þetta leyti hafi fundið á sér, svona annað kastið, að
minsta kosti, að sigurinn væri í nánd. Haustið 1869 segist Jón
Ólafsson hafa haldið það þá um vorið, að klakastjórn Dana myndi
þiðna, hverfa þá um sumarið, sem raunar brást (Haustvísur 1869).