Eimreiðin - 01.09.1909, Side 68
228
í leikriti hans, »Jón Arason«, fer hinn stórláti Hólabiskup og börn
hans hörðum orðum um Dani. Matthías mun svara, að þar lýsi
hann skaplyndi biskups og frændliðs hans. En tregur er ég að
trúa því, að honum hafi aldrei verið eðlilegt að hugsa þannig um
Dani, ekki sízt er allur blær og orðalag á ummælum biskups og
barna hans er miklu líkara því sem Matthías Jochúmsson hefði
talað þau annó 1900 en Jón Arason eða synir hans 1550. fegar
hann kemur til Noregs, verður hann hánorskur. Hann fór til
Björgynjar 1898. Pá hvíslar hann því að Dofragyðjunni norsku,
að íslendingurinn Bárður Snæfellsás þrái hana altaf: »Enn þráir
Noreg, sinn öndvegisstól, — eyjan forna.« 1905, hið mikla sögu-
ár Norðmanna, var hann á ferð meðfram ströndum Noregs. Ef
Matthías hefði verið trúr Danmörku sinni, hefði hann ort viðvörunar-
kvæði til íslendinga, að fara ekki að herma neitt eftir Norð-
mönnum og því, sem þeir nú hefðust að. Jafnsögulærður maður
og þjóðskáldið hlaut að sjá, að slíkir atburðir vóru hættulegir
Dana-vináttu og konunghollustu íslendinga. En það gerir hann
ekki. Hann fer heldur ekki að gráta magnleysi landa sinna, er
þeim væri dauðinn vís, ef þeir skildu við Dani, sem Norðmenn
skilja við Svía. Ollu öðru nær. Pað vill einmitt svo til, að hann
hvetur Islendinga til að fara að dæmi Norðmanna: »Hel er oss,
ef á hala — heims því eina gleymum — sannan samhug inna, —-
sem þann Norðmenn kenna.« Og hver er hinn sanni samhugur,
sem »Norðmenn kenna?« Pað segir hann sjálfur rétt á
undan í kvæðinu: »Segja nú við Svía — sóknramir Norðmenn:
Amen!—Heima krefjumst hafa — heil ráð -— engu deila!« Pað
er sá Matthías, er kvað um Pingvallafundinn 1873, er svo yrkir.
Og honum nægir ekki að benda Islendingum á Norðmenn 1905,
heldur minnir hann þá líka á forfeður sína og fornöld: »Pví að
aldri of aldir — áa marki náum, — þrítugt bjarg nema brjóti —
bragnar goðamagni.« Eg sé ekki, hvað Matthías getur átt við,
er hann minnist á áamark í þessu sambandi, ef ekki algert sjálf-
stæði landsins, skilnað. Og hann trúir því, að »frónskar sveitir«
eigi »gull, sem dugir að fullu«. Og hann biður Dofra að æra þá
með ofviðri sínu, er óski ekki, að ísland »neyti handa«. Ef þetta
kvæði er ekki skilnaðarhvöt, er mér óljóst, hvað getur kallast því
nafni. Pað væri meira réttnefni að kalla það íslendingahvöt en
Noregshvöt. Petta kvæði verður lengi skriflegt vottorð þess, hve
skilnaður Noregs og Svíþjóðar 1905 hafi snortið íslendinga djúp-