Eimreiðin - 01.09.1909, Qupperneq 71
231
Pað má að vísu halda því fram, að Grímur hafi ort erindið
til að sýna veg og veldi Ólafar. En er ekki svo sem mér heyrist
á raddblænum, að vitskáldið með Goðmundar-skapið snupri Dani
þarna fyrir stjórn þeirra á Islandi?
III.
Pá er það enn eitt í viðskiftum Islendinga og Dana, sem fær
íslenzkum skáldum sárrar skapraunar og þau finna Dönum til for-
áttu: Þeir fyrirlíta íslendinga, lítilsvirða þá, þykir sem alt sé
fullgott handa þeim og leyfa sér alls konar ókurteisi, er þeir eiga
hlut að máli. Dönum þykja Islendingar óæðri verur en þeir sjálfir,
virðulegra að vera Dani en Islendingur.
Pað er engin furða, þótt Islendingar komi hjárænulega fyrir
sjónir fyrst í stað, er þeir koma til útlanda. Innan um vagna-
skrölt, stórhýsaraðir og mannþröng útlendra stórborga er alt svo
geysiólíkt því, er þeir áttu að venjast í auðnarkyrð íslenzkra fjall-
dala. Og það er ekkert undarlegt, þótt útlendingum þyki sumt
broslegt í fari þeirra og tiltektum, meðan þeir hafa ekki jafnað
sig á öllu því nýnæmi, er ber fyrir augu og eyru, ekki sízt
jafnhláturmildum og gleðskaparmiklum mönnum og mörgum Hafnar-
búa. Porvaldur Thóroddsen hefir einhversstaðar sagt um þá eitt-
hvað á þá leið, að það væri engu líkara, en lífið væri eintómt
hopp og hí fyrir þeim. En íslendingar þola illa skopið. Enn
verð ég að minna á kvæðið Eldgamla Isafold, þennan nægtabrunn,
er ausa má úr slíkum feikna-fróðleik um hugarþel íslendinga í
garð Dana og Danmerkur. Bjarni er reiður Dönum, er þeir hlæja að
Islendingum, eins og lesendurnir minnast (»Hlær að oss heimsk-
inginn Hafnarslóð á«).
I einu erindi eftir Bólu-Hjálmar, ortu um miðbik seinustu
aldar, kemur sú skoðun í ljós, að Danir telji Islendingum flest
fullboðlegt. Dani einn var skipaður í stiftamtmannsembætti heima,
sá er var meðallagi vinsæll af þjóðinni. Hjálmar skýrir þetta
þannig, að Dönum hafi þótt hann fullgóður handa Islendingum.
(»Sjóli vor að sunnan — sendi kostaþunnan — gikk í Garðarsey. —
Handa foldu frera — fullgóð þótti vera — grind, sem leyfðu
grey«).
Nokkrum árum seinna minnist Matthías á Danskinn í »Skugga-
sveini«. Par kemur fram tilfinning á því, hve íslendingar láti út-