Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 10

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 10
IO og eitur brennir æðar hans og lungu. Hann æpir hátt: Nar-kissos! — og »Nar-kissos«, svaraði dvergmál dimt með fjailsins tungu. Við ópið sér hann svip sinn breytast, grettast. >Er sorg mín eigi nóg, er ei má léttast? Hví eykst mitt böl með öllu, sem ég lít? Ég heyri, þekki nafn mitt: Nar-Nar-kissos. Ó nafni minn! Ég hata þig, Nar-kissos, en ann þér samt, og hvergi huggun hlýt. Á brottu, brott! Pví engin á ég völin, mig angrar þráin, hatrið, lindin, kvölin. Hví pínir þú mig þannig, Nar-Narkissos? — »Nar-Narkissos!« Púsundfalt bergmál þrumdi: »Nar-Narkissos!« fá svífa hvítar fylgjur fram úr lundi, og fögur mær, sem broshýr nálgast mundi; unz bak við sveininn svásleg gyðjan stóð. Hún lagði hönd um háls á dreng, og lagði hár sitt við hans og kinn við kinn og sagði: »Narkissos fagri, hrestú hug og móðl Er borg þín lindin? Héðan brott að herja, til hjálpar borg, sem þér er skylt að verja. En sigrirð’ eigi, eig þú mig, Narkissos!« — »Nar-kissos!« Ymur, og heldur hljótt, við gnípu hverja. Pá stóð upp sveinn og strauk sér lokk frá enni, og stundi við, en kossinn réttir henni. Og sjá: Éá gleymist grátur, mynd og lind! Svo stefna bæði fram í lundinn fríða, en fánar1) vissu, hvað það mundi þýða, og hófu sköll, en störðu hreinn og hind. Og ástargyðjan dreifði forna dóminn, svo drengur aftur fær hinn snjalla róminn. *) Skógarguðir Grikkja.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.