Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 21
21 rétt eitis og fyrir boðskap æðri óma organið hljóðni, þagni storma hríðin. Tíðin, tíðin stöðvast og hættir, hrædd við leyndardóma. Sem alda rís af andans vöknun haíin, unaði fylt og þó af stunum tafin, eins rísa, stíga radda kerruhjólin; hljóðföllin dilla, dvelja, tifa, bifa. Draumar lifa í morgunbæn á meðan rennur sólin. j. Feneyja-söngur (barkaróla). Gullið iðar, glóð á legi, njóla friðar næturvegi; lygnar bárur, ljúfir ómar, bærast árar, berast hljómar. Máninn skrýðir marartjaldið. Segið lýðir, hvert er haldiðf Vekjið næði, von og yndi, munarkvæði, mararstrindi! Öllum megin óður streymir, höfuð hneigi’ eg hjartað dreymir. Fagrir bátar fjölga’ á græði, vísur láta létta ræði. Raddir sefa sorg og gaman fróun gefa, færa saman. Hönd og tunga, haldið friði lífs á þunga lagarmiði! 4. Skapadraumur. Mér er orðið þungt að þreyja þennan mikla skapadraum, þann, að ég sé einn að elta óþrotlegan feigðarstraum: Hvort sem eg er einn í húmi eða sólin brosir við, heyri ég sem huldu-hvískur heljarfljótsins kalda nið.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.