Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 29

Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 29
29 að hrækja í og kölluðu hryður (hryða kvk., af hroði). sEf illa skal (kalla konu) þá er hón kend við hvatvetna herfiligt, þat er hón er stýrandi — hryðu ok hlandausu«, segir í Snorra-Eddu. Pað er ekki áhlaupaverk að leita af sér allan grun, meðan engar handhægar orðabækur eru til. Eetta orð vissi ég ekki um fyr en nú fyrir skömmu, að mér var bent á það. Ein hættuleg augnveiki og algeng hér á landi átti mér vitan- lega ekkert íslenzkt heiti. Eg þurfti að nefna hana í gjaldskrá héraðslækna. Eftir langa leit var mér loksins vísað á grein eftir Konráð Gíslason um eitt sjaldgæft sjúkdómsheiti í fornu máli, og viti menn, þar kom orðið, sem mig vantaði. Pessi veiki heitir nú drer (Glaukom). Úrelt orð geta oft komið í góðar þarfir. Fornmálið á margt í fórum sínum. VI. NÝJAR MERKINGAR. Ef litiö er í orðabækur, má sjá orð á hverri síðu, er merkja margt, ýmist líkt eða ólíkt. Orðið loft er gott til dæmis. Elzta merking þess er þak á húsi; svo var himininn kallaður loft, af því að fornþjóðir héldu, að hann væri eins konar kúfþak yfir jörðinni; þegar það færðist í tízku að hafa tvær bygðir í húsum eða fleiri, hverja upp af ann- arri, þá kom sú merking í orðið, sem nú er höfð. En þegar mönnum varð ljóst, að utan um jörðina er hjúpur úr mjög þunnu efni, sem við lifum í, líkt og sækvikindi á sjávarbotni, þá var þetta efni líka kallað loft. Hér á landi amast margir við því, ef einhverju orði er fengin ný merking. »Pað dugar ekki«, segja þeir, »af því að það er til í annarri merkingu«. Peir menn bera ekki gott skyn á tungumál. Pað er því líkast sem þeir hafi aldrei gáð í nokkra orðabók. Eað er ein hin algengasta og eðlilegasta breyting á tungu- málum, að breytt er um merkingar orða, eða þeim fengnar nýjar merkingar í viðbót við þær, sem áður höfðu tíðkast. Oft fer mætavel á því, að taka upp úrelt orð með nýrri merkingu, ef heiti vantar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.