Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 34

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 34
34 Blanda líður áfram lygn og straumþung. Svartá niðar á eyr- um og brotnar á grynningum. Blanda er alvarleg og þunglyndisleg. Svartá er eins og léttur leikur. Blanda er þungur, efnisþrunginn kirkjuóður. Svartá er þýður, hljómléttur hörpuslagur. • Bannig koma þær mönnum fyrir sjónir, þegar þeir nema staðar við ármótin og virða þær fyrir sér um stund. Meginkvísl Blöndu liggur að eystra landinu. Par rennir Svartá sér á hana flata, en þokar henni ekkert af leið. Leirgula jökul- vatnið hnyklast og ýfist, bærist til í straumnum eins og þykkir, seigir ullarflókar, en heldur stefnunni. Svartá verður að gera sér að góðu, að smeygja sér undir barðið á því og hverfa þar. Niður með austurbakkanum kemur hún aftur upp á yfirborðið og er þá búin að tæta jökulvatns-ullarbreiðuna í lagða, sem sveima eins og ský í bláu bergvatninu. Spölkorni neðar eru þessar ólíku systur búnar að koma sér saman fyrir fult og alt. Vestan að Blöndu liggja eyrar, en austan við ármótin er brött, grasi gróin brekka, dálítið þýfð, og liggur gatan ofan til f henni. Bianda legst að brekkunni af öllu afli og er búin að grafa sig inn undir hana. Par beljar hún áfram beint undir fótum ferða- manna og þykir fáum hún árennileg. I tungunni milli ánna gengur heiðarhálendið fram í hvast og hnarreist stefni. Vestanmegin Blöndu eru hálsar með líðandi halla, en í austri gnæfa brúnir Langadalsfjallanna við himin. Pannig hefir litið út á þessum stöðvum síðan land bygðist. Vel getur verið, að þessi fjöll hafi einhverntíma verið »viði vax- in« eins og Landnáma kemst að orði, en nú bera þau þess sorg- legar menjur, að þau hafa orðið fyrir þungum búsifjum af hendi náttúrunnar. Með blá-naktar brúnirnar og leifarnar af fornri fegurð í geiramynduðum grastorfum neðan til í skriðunum standa þau tigin á svipinn og alvarleg, bera höfuðin hátt og fyrirverða sig ekki vegna fátæktarinnar, Pau eru sýnilegt tákn hinnar óbifanlegu festu, hinnar alvar- legu hátignar, hins karlmannlega mikillætis, sem lætur sér við ekkert bregða. Pau hafa staðið af sér víkingsveturna, horft á ijárfellinn í héraðinu, látið glampann af hafísnum á Húnaflóa leika um sig, og bjarmann frá eldfjöllunum að sunnan steypa yfir sig purpurakápu. Pau hafa séð »Svarta-dauða« leggja sveitirnar í

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.