Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 42

Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 42
42 Sjá, hér eru vitnin! ?að fer hrollur um þig, eins og þú berir upp að vörunum beiska lyfjablöndu. Petta er ekki fagurfræðislegt, muntu segja, þetta er ljótt og andstyggilegt. Getur verið. En þetta er, því miður, satt. Pað er þægilegra að horfa út yfir myrkur og dauða, pest og rotnun fortíðarinnar, á frægð forfeðranna fornu — hálf-logna eða al-logna — — stara sig blindan á málmeldana yfir dysjum þeirra og láta kjarnyrðin, sem þeim eru eignuð, hljóma fyrir eyr- unum á sér. Pað er þægilegra. En þetta — þetta er hollara. Hversu fögur og Ijúf sem lygin er, er sannleikurinn altaf holl- ari. Pað má hann eiga. Og þetta, sem þú snýr höfðinu undan, eins og óþægt barn, og vilt ekki sjá, það býr þó í þér sjálfum. Þú hefir erft það gegnum marga ættliði og ert fjarri því enn þá, að vera vaxinn frá þeim óheilla-arfi. Pað býr fyrir brjósti þjóðarinnar eins og falin meinsemd — ísköld, fúl og þung. Pað læsir sig út í æðar og taugar eins og ósjálfráður beygur, undarlegur dauðadrungi niðri fyrir í sálunni, og það bylur í því eins og blýsökku, þegar sjálfstæðisfleiprið og frelsis-fimbulfambið hefir hæst. Sjá, hér eru vitnin. Pau mæta þér á þjóðvegum. Pau rísa upp úr grænum þúf- um rétt hjá götum þínum. Pau stara á þig úr hvömmum og brekkum með tærandi áfergisaugum, þau dansa hvildarlausan vofu- dans um rústir eyðibýlanna og þau gægjast upp úr kirkjugörðun- um, þegar menn eru grafnir með mikilli viðhöfn. Pau geta ekki legið kyr. Ef þú horfir fast á einhvern blett, sem þér þykir fallegur, þá sérðu loks þunnar gufuslæður, sem eins og liggja ofan á grasinu eða innan um það. Pér finst það líkast glýju í augunum á sjálf- um þér, en þér tókst þó ekki að strjúka hana burtu. Pokuslæð- an þéttist og verður að blásinni beinagrind. Holar augnatóftir stara á þig og hvítur tanngarðurinn glottir — því að þarna hefir manneskja lagst fyrir og dáið úr hungri. Dáið úr hungri! — Sjá, hér eru vitnin! Hvað eftir annað hefir hallæri og mannfellir gengið yfir Island
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.