Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 50

Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 50
50 en leyfa sér þó, líkt og Gyðingarnir, að bregða fyrir sig smáprettum, í þeirri von, að þeir muni þó geta leikið svo lítið á drottinn, þó hann haldi annars nokkuð nákvæma dagbók. Svei þeim aftan! Því hörfar sál mín ávalt aftur til gamla testamentisins og Shake- speares. Þar finnur maður, að þeir, sem orðin eru lögð í munn, eru menn; þar hata menn, þar elska menn, þar myrða menn fjandmann sinn, og bölva niðjum hans í alla ættliði; þar syndga menn. Það sem heimspekingarnir segja um veruleikann, er einatt jafn- villandi og að lesa titilbrík hjá skransala: Hér eru kefluð föt. Fari nú einhver með fötin sín þangað, til þess að láta kefla þau, þá fer sá fýluför; því titilbríkin er aðeins til sölu. Líkt og sagan segir, að farið hafi fyrir Parmeniskosi, er týndi hlátrinum í trófaniska hellinum, en fékk hann aftur á Delos, þegar hann sá drumb nokkurn ólögulegan, sem átti að tákna gyðjuna Letó — þannig fór fyrir mér. Á unga aldri týndi ég niður hlátrinum i trófaniska hellinum; en er ég eltist, þá lauk ég upp augunum og virti fyrir mér veruleikann. Þá rak ég upp hlátur, og upp frá því hefi ég hlegið í sífellu. Ég sá, að hlutverk mannsins var að fá eitthvað til að lifa af, og markmiðið: að verða jústizráð; að unaður ástarinnar var fólginn í því, að fá efn- aðrar stúlku; að sæla vináttunnar var fólgin í því, að bjarga hvor öðrum úr fjárkröggum; að vizkan var fólgin í því, er flestir töldu vizku; að eldmóðurinn var fólginn í því, að halda ræðu; að hugrekk- ið var fólgið í því, að láta sekta sig um tíu dali; að ástúðin var fólg- in í því, að segja: »Verði yður að góðu«, eftir miðdagsverð; að guð- ræknin var fólgin i því, að neyta sakramentisins einu sinni á ári. Þetta sá ég, og ég hló. Éað er allundarlegt, að maður skuli altaf, alla æfina út, vera að spreyta sig á sama viðfangsefninu og komast aldei neitt áfram, heldur aðeins aftur á bak, ef nokkuð er. Þegar ég var 15 vetra, skrifaði ég í lærða skólanum, með mjög hátíðlegum orðum, um sannanirnar fyrir tilveru guðs og ódauðleika sálarinnar, um hugtakið trú og um mikilvægi kraftaverkanna. Við stúdentspróf samdi ég ritgerð um ódauðleika sálararinnar og hlaut »ágætlega« fyrir; seinna vann ég verðlaun fyrir ritgerð um sama efni. Hver skyldi þvi ætla, að ég, sem byrjaði svona vel og efnilega, mundi á 25. aldursári verða kominn svo langt, að ég gæti ekki til- fært eina einustu sönnun fyrir ódauðleika sálarinnar. En einkum man ég eftir grein nokkurri, frá skólaárum mínum, sem kennarinn lauk mjög miklu lofsorði á og las upp, sökum þess, hve bæði mál og efni þótti ágætt. Æ, æ! og nú er ég búinn að fleygja þessari ritgerð. Það var þó illa farið! Hver veit nema hin efablandna sál mi'n hefði orðið fangin af þessari ritgerð, bæði sökum málsins og efnisins. Því er það ráð mitt til allra foreldra, umsjónarmanna og kennara, að þeir áminni börn þau, er þeim er trúað fyrir, um að varðveita íslenzku rit-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.