Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 51

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 51
5i gerðirnar, sem þau semja á 15. árinu. Þessi ráðlegging er hið eina, sem ég get gert til heilla fyrir mannkynið. f’að var alveg dásamlegt atvik, sem fyrir mig kom. Ég var haf- inn upp í sjöunda himin. Allir guðirnir sátu þar á þingi. Af sér- stakri náð voru mér veitt þau hlunnindi, að mega óska mér óskar. »Ef þú girnist æsku,« mælti Merkúríus »eða fegurð, eða völd, eða langlífi, eða hina fegurstu konu, eða eitthvert annað af öllum þeim hnossum, sem vér höfum á boðstólum, þá kjóstu, en kjóstu aðeins eitt.« Ég var á báðum áttum um hrlð; því næst sneri ég mér að guðunum og mælti: »Háttvirtu samtímungar! Eitt kýs ég mér: að mega ávalt hafa hláturinn mín megin.« Enginn guðanna anzaði einu einasta orði, heldur tóku allir að hlæja. Af því réð ég, að bæn mín væri veitt, og virtist mér guðirnir kunna sig einkarvel. f’ví það hefði átt miður vel við, að svara með alvörusvip: bæn þín er veitt. II. f’ETTA KALLA MENN AÐ VERA KRISTINN. (Úr »0jeblikket«). Hugsum okkur ungan mann — á þeim er enginn hörgull — ung- an mann, gæddan jafnvel meira en meðal-gáfum og þekkingu, vel heima í allsherjarmálum, stjórnmálamann. Að því er trúarbrögð snertir, er trú hans þessi: hann er engrar trúar. Að hugsa um guð — það dettur honum aldrei í hug; að fara til kirkju — því síður; og það er vissulega ekki af neinni trúrækni sprottið, að hann lætur það ógjört; og færi hann að lesa guðsorð heima hjá sér, þá mundi hann næstum óttast, að verða að atblægi. Og þegar svo ber við einu sinni, að kringumstæðurnar knýja hann, þannig að nokkuð er í húfi, til þess að segja álit sitt á trúbrögðum, þá tekur hann þann kost, að segja, eins og satt er: að hann hafi enga skoðun á trúbrögðum, hafi aldrei hugsað neitt um þesskonar. Þessi sami ungi maður, sem enga þörf hefir fyrir trúbrögð, hefir aftur á móti þörf fyrir að verða — faðir. Hann kvongast, getur af- kvæmi, verður — barnsfaðir; og hvað svo? Jú, ungi maðurinn okkar er alveg í standandi vandræðum, sem maður segir, með barnið; hann neyðist til að vera einhverrar trúar — sem barnsfaðir. Og það kemur upp úr kafinu, að hann er evangel- isk-lútherskrar trúar. Hve vesalmannlegt, að játa trú á þennan hátt! Sem maður er hann trúlaus; þá er eitthvað er í húfi við að játa einhverja trú, er hann trúlaus, en sem barnsfaðir (risurn teneatis — haldið niðri í ykk- ur hlátrinum) — er hann kristilegrar trúar, einmitt þeirrar trúar, sem lýkur lofsorði á ókvænið. Svo er sent eftir prestinum, ljósmóðirin kemur með barnið; ung stúlka heldur ástblítt á skírnarhúfunni; nokkrir ungir menn, sem einnig eru trúlausir, gera barnsföðurnum þann greiða, að vera evangelisk- lútherskir sklrnarvottar og ábyrgjast, að barnið verði alið upp í kristi-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.