Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 51
5i gerðirnar, sem þau semja á 15. árinu. Þessi ráðlegging er hið eina, sem ég get gert til heilla fyrir mannkynið. f’að var alveg dásamlegt atvik, sem fyrir mig kom. Ég var haf- inn upp í sjöunda himin. Allir guðirnir sátu þar á þingi. Af sér- stakri náð voru mér veitt þau hlunnindi, að mega óska mér óskar. »Ef þú girnist æsku,« mælti Merkúríus »eða fegurð, eða völd, eða langlífi, eða hina fegurstu konu, eða eitthvert annað af öllum þeim hnossum, sem vér höfum á boðstólum, þá kjóstu, en kjóstu aðeins eitt.« Ég var á báðum áttum um hrlð; því næst sneri ég mér að guðunum og mælti: »Háttvirtu samtímungar! Eitt kýs ég mér: að mega ávalt hafa hláturinn mín megin.« Enginn guðanna anzaði einu einasta orði, heldur tóku allir að hlæja. Af því réð ég, að bæn mín væri veitt, og virtist mér guðirnir kunna sig einkarvel. f’ví það hefði átt miður vel við, að svara með alvörusvip: bæn þín er veitt. II. f’ETTA KALLA MENN AÐ VERA KRISTINN. (Úr »0jeblikket«). Hugsum okkur ungan mann — á þeim er enginn hörgull — ung- an mann, gæddan jafnvel meira en meðal-gáfum og þekkingu, vel heima í allsherjarmálum, stjórnmálamann. Að því er trúarbrögð snertir, er trú hans þessi: hann er engrar trúar. Að hugsa um guð — það dettur honum aldrei í hug; að fara til kirkju — því síður; og það er vissulega ekki af neinni trúrækni sprottið, að hann lætur það ógjört; og færi hann að lesa guðsorð heima hjá sér, þá mundi hann næstum óttast, að verða að atblægi. Og þegar svo ber við einu sinni, að kringumstæðurnar knýja hann, þannig að nokkuð er í húfi, til þess að segja álit sitt á trúbrögðum, þá tekur hann þann kost, að segja, eins og satt er: að hann hafi enga skoðun á trúbrögðum, hafi aldrei hugsað neitt um þesskonar. Þessi sami ungi maður, sem enga þörf hefir fyrir trúbrögð, hefir aftur á móti þörf fyrir að verða — faðir. Hann kvongast, getur af- kvæmi, verður — barnsfaðir; og hvað svo? Jú, ungi maðurinn okkar er alveg í standandi vandræðum, sem maður segir, með barnið; hann neyðist til að vera einhverrar trúar — sem barnsfaðir. Og það kemur upp úr kafinu, að hann er evangel- isk-lútherskrar trúar. Hve vesalmannlegt, að játa trú á þennan hátt! Sem maður er hann trúlaus; þá er eitthvað er í húfi við að játa einhverja trú, er hann trúlaus, en sem barnsfaðir (risurn teneatis — haldið niðri í ykk- ur hlátrinum) — er hann kristilegrar trúar, einmitt þeirrar trúar, sem lýkur lofsorði á ókvænið. Svo er sent eftir prestinum, ljósmóðirin kemur með barnið; ung stúlka heldur ástblítt á skírnarhúfunni; nokkrir ungir menn, sem einnig eru trúlausir, gera barnsföðurnum þann greiða, að vera evangelisk- lútherskir sklrnarvottar og ábyrgjast, að barnið verði alið upp í kristi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.