Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 53

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 53
53 Stungu sér viö og við. í ró og makindum. Ekkert lá á í þessari veðurblíðu. Og kríugargið eitt rauf víða, heiða sumarþögnina. . .. Varrsíminn glitrar í silfurloga .... Fyrir innan pollinn skína hvítkalkaðir veggirnir og rautt þakið á Staðarhúsinu í grænni túnbreiðunni. Bera í klettinn Gálga, svartan og háan. Par vóru afbrotamenn hengdir á fyrri öldum . . . En mér finst æska og vor faðma Staðinn. Vefja hann mjúk- um, sólhvítum vonarvængjum. Og himininn er svo undarlega hár . . . Viðkvæmt, titrandi blámatjald yfir ungum, feimnum ástardraumum. — Gleðikend eftirvænting grípur mig. Eg á aftur að koma að Stað. Eftir sjö ár. Löng, fjölbreytt ár. Nú er aðkoman raunar ólíku tómlegri, en þá. Pegar Grímur gamli Pórólfsson sat þar að völdum. Hvíldi sig eftir margra ára veru erlendis. Las Lamartine og Baudelaire, en lét konuna stunda búskapinn. — Eg man sérlega eftir augunum í henni. Vatnsbláum og hörð- um. En sem gátu orðið svo óendanlega blíð. Alt eðli hennar — ást og framkvæmdaþrek, virtist sameinast í þessum bláhvössu augum. Ég las undir latínuskólaprófin með Valda vini mínum, elzta syni þeirra hjóna. Og var sjúkur af ást til Hildar systur hans .... Nú var Grímur gamli fluttur til Reykjavíkur. Valdi hafði nýlokið læknisprófi í Höfn. Og Hildur dáin. Fyrir tveim árum . . . Eftir þriggja ára hjónaband. — Ég man vel eftir manninum hennar. Feitur, hár lögfræð- ingur, hvítleitur í andliti Með poka út úr kinnunum og hörgult hár. Gæflyndur maður, en drakk eins og svampur. Pau áttu ekkert barn . . . Ósjálfráö, niðurbæld sigurgleði streymir um mig .... En ég fell óðara aftur í sama hugsanamókið. Báturinn klýfur strauminn inn á pollinn, hægt og hægt............. — Hún er grafin á Stað. Dó í kynnisför þar suðurfrá. Ur hjartaslagi . . . Kunni líka hvergi við sig annarsstaðar. — Pegar ég frétti til Hafnar, að hún væri gift .... Hafði vitað um það áður. En þó var sem helfrosinn vetrarþyngsli legð- ust á sál mína. Sorgarsviði mistrar vonar í ungri, beygjanlegri sál. Afbrýðissemi við þennan hörgula lögfræðisslána, sem orðið haf ði hlutskarpari en ég.......Og ég var þess fullviss, að enginn hef ði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.