Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 61

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 61
ói Leó Tolstoj (f. 28. ág. 1828, d. 20. nóv. 1910). Meö Leó Tolstoj er einn af mestu mönnum vorra daga fall- inn í valinn. Tví hann bar ekki aðeins höfuð og herðar yfir alla samlanda sína, heldur var heimsfrægð hans svo mikil, að svo mátti kalla, að hvert orð, er leið af vörum hans hin síðari árin, væri jafnharðan flutt með rafmagnstraumum um gervallan hnöttinn. Svo mikil var áfergjan eftir að heyra, hvað þessi hári spekiþulur hefði að segja samtíð sinni. Pví Tolstoj var ekki aðeins stórskáld, heldur líka stórspek- ingur og hinn einkennilegasti siðameistari. Annars var líf hans harla breytilegt. Hann var greifi og kominn af einni hinni fremstu aðalsætt á Rússlandi, niðji Péturs Tolstojs, aldavinar Péturs mikla. Foreldra sína misti hann á bernskualdri, en hann var ekki á nástrái fyrir því, því hann átti baéði góða og auðuga fósturforeldra. Var hann snemma settur til menta, en þótti nokkuð hyskinn framan af og álitinn tor- næmur. En á þessu varð skjót og mikil breyting, er til háskóla- námsins kom, því þá las hann af mesta kappi og vakti aðdáun kennara sinna fyrir frábæra hæfileika; enda frýði honum enginn vits né lærdóms upp frá því. Á námsárum sínum var Tolstoj gleðimaður mikill og tók drjúgum þátt í samkvæmislífi og hverskonar heimsnautn. Fékk þó um hríð ógeð á slíku og sökti sér algerlega niður í fræði sín í ejnverulífi. En það stóð skamma stund. Nautnafýstin og nýj- ungagirnin náðu brátt aftur tökum á honum. Gekk hann þá í herþjónustu og varð enginn eftirbátur stallbræðra sinna í svalli og sæílífi, sem þó er við brugðið meðal rússneskra hermanna. Seg- ist honum svo sjálfum frá, að enginn hafi sá glæpur til verið, er hann hafi ekki gert sig sekan um á þeim árum. En vísast er þan allhart að orði kveðið. Tóku nú skuldir hart að þjaka að honum, svo hann dró sig í hlé og tók að semja skáldsögur sér til ! dægrastyttingar. Hét hin fyrsta þeirra »Bernskan«. Hún kom út nafnlaus í tímariti, en vakti þegar svo mikla athygli, að fretnstu höfundar Rússa um þær mundir fóru að grafast eftir, hver höfundurinn væri. Frá þeim árum stafa og fleiri af sögum hans,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.