Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 64

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 64
64 kenningum sínum allan efri hlut æfinnar. Hann var hinn hófsam- asti í öllu, gekk lélega til fara og hefði feginn viljað gefa burt allar eigur sínar, ef hann hefði fengið því ráðið fyrir konu sinni og börnum. Hann var bændavinur og alþýðu hinn mesti, en stór- menni öllu og kirkjustjórninni sagði hann svo djarflega til synd- anna, að hann var bannfærður af yfirstjórn kirkjunnar. Hún lagði og blátt bann fyrir, að hann væri grafinn í vígðri mold að krist- inna manna sið; en forsætisráðherrann ónýtti það bann, er til óeirða horfði út af því við lát Tolstojs. Stundum reit Tolstoj svo harð- orðar greinar og opin bréf (jafnvel til keisarans sjálfs) um ástandið á Rússlandi, að hverjum manni öðrum hefði verið sjálfbúin þræla- vist í Síberíu fyrir vikið. En stjórnin dirfðist ekki að fara lengra en að gera rit hans upptæk. Við honum sjálfum þorði hún aldrei að hreyfa, sökum ástsælda hans heima fyrir og álits hans um allan hinn mentaða heim. Sýnir þetta máske betur en nokkuð annað, hvílíkt andlegt heljarmenni Tolstoj var, því Rússa- stjórn lætur sér þó fátt fyrir brjósti brenna, þegar henni er sýnd- ur mótþrói. Tolstoj var Sókrates Rúslands. Til hans streymdu sí og æ menn frá öllum Iöndum, til aö hníga að fótum meistarans og nema spekiorð af vörum hans. V. G. Helgisaga. Eftir LEÓ TOLSTOJ. Gamall auðkýfingur lá á banasænginni. Hann hafði alla æfi sína verið nízkur og ágjarn, og var búinn að hrúga saman firnum af auðæfum. »Sussu, sussu,« svaraði hann ætíð, þegar menn átöldu hann fyrir ágirndina, »peningarnir eru það eina, sem nokkurs er um vert í þessu lífi.« Og nú, þegar dauðastundin var komin, hugsaði hann: »Og náttúrlega er það alveg eins á himnum, að alt snýst um peninganal Menn verða að hafa peninga með sér þangað, of mönnum á að líða vel.«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.