Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 66
66 »Úr því það er svona ódýrt,« sagði auðkýfingurinn reigings- lega, »viljið þér þá ekki gera svo vel að láta mig fá 10 sardínur, 6 brauðkollur . . .« Og hann tiltók enn fleiri rétti á matsöluborðinu. Maðurinn við matsöluborðið hlustaði á pöntun hans, en sýndi ekkert snið á sér til að afgreiða hana. »Hérna verða menn að borga fyrirfram,« sagði hann þurlega. »Sjálfsagt — með ánægjul« Og hann rétti honum tuttugukróna-pening: »Gerið þér svo vel!« Maðurinn við matsöluborðið ypti öxlum: »Nei, þetta er ekki fimmeyringur. Og hann kallaði á tvo veitingaþjóna og sagði: »Rekið mann- inn þarna út.« Auðkýfingurinn var í frámunalega vondu skapi, þegar búið var að reka hann út.« »Ekki nema það þó,« hugsaði hann, »hér eru ekki teknir nema fimmeyringar. Skollans skrítið að tarna! Eg verð að fá peningunum mínum skift í smámynt.« Hann flýtti sér til sona sinna og birtist þeim í draumi. »Takið þið gullið ykkar aftur,« sagði hann, »ég hefi engin not af því. En látið mig í þess stað fá poka með fimmeyring- um; annars dey ég úr hungri þarna á himnum.« Synir hans urðu skelkaðir, fóru á fætur og gerðu eins og faðir þeirra hafði skipað þeim — tóku gullið úr kistunni og fyltu hana með fimmeyringum. »Nú hefi ég smápeninga,« hrópaði auðkýfingurinn upp yfir sig sigri hrósandi, um leið og hann enn á ný þrammaði að mann- inum við matsöluborðið: »Látið þér mig nú fljótt fá eitthvað að borða, ég er orðinn nærri hungurmorða.« »Hérna verða menn ætíð að borga fyrirfram,« sagði maður- inn við matsöluborðið. »Sjálfsagt! Gerið þér svo vel!« svaraði auðkýfingurinn og slengdi heilli hrúgu af fimmeyringum á borðið. »Gerið þér svo vel, hérna eru peningarnir, en verið þér nú fljótur í svifum.« Maðurinn við matsöluborðið leit á peningana og brosti: »Eg sé, að þér hafið ekki lært mikið, meðan þér voruð þarna niðri á jörðunni. Hérna á himnum tökum við ekki þá pen-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.