Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.01.1911, Qupperneq 73
73 fara; en þó getum vér ekki varist því, að skýrari hefði mátt gera drættina á stundum í lýsingunni á starfsemi þessara þjóðarfrömuða, ekki sizt að því er snertir Magnús Stephensen og fræðslustefnu hans. — En þökk sé samt höfundi og útgefanda fyrir þetta kver. Það á skilið að verða keypt og lesið, því það sáir hollu og góðu fræi í þjóð- lífsakur vorn, sem vel mætti gefa margfalda uppskeru, er það nær að þroskast og dafna í ungum sálum. V. G. HALLGRÍMUR I'ORSTF.INSSON: SÖNGKENSLUBÓK handa byrjendum. Rvík 1910. Mér þykir mjög leitt að verða að fella harðan ritdóm um bækling Hallgríms Þorsteinssonar, en því miður er hann svo úr garði gjörður, að mér er ekki unt að telja til neitt honum til meðmælingar. Fyrst er þess að geta, að nafnið »Söngkenslubók-! er hér rangt, því efni bæklingsins er fyrstu reglur tónfræðinnar, hvort sem um söng eða hljóðfæraslátt er að ræða; en með því eldri höfundar íslenzkra bóka um sacua efni hafa rangnefnt bæklinga sína, er rithöfundi þess- um kannske vorkennandi. En þegar til efnisins kemur, þá verð ég að kannast við, að mér blöskrar; því það er varla sú blaðsíða, sem ekki lýsir bæði vanþekkingu og hirðuleysi. — 1 15. dæmi á bls. 7 á að vera sýnishorn af »tengiboga«, en í því dæmi eru engir tengibogar, heldur »legatomerki«, sem sett er yfir fleiri nótur, í stað þess að tengja hverja nótu við þá, sem kemur á eftir. í sama dæmi er enginn lyk- ill sýndur, og loks eru í því dæmi og dæminu á undan (14. dæmi) sýndir »nótnastrengir«, áður en búið er að skýra frá, hvað nótna- strengir þýði. — Á bls. 15 segir, að C-lykillinn komi nú sjaldan fyrir, en það er með öllu ranghermt. Á bls. 30 segir, að dráttarbogar séu mest viðhalðir í kirkjusöng, en þeir eru eins almennir bæði í verald- legum söng og nótum fyrir hljóðfæri. Þar sem höfundurinn ræðir um tóntegundir, eru skýringar hans með öllu »út í loftið«, og flestar þeirra rangar; t. d., að sönghæfur A-moll-tónstigi sé grundvallar-tónstigi allra moll-tónstiga. Engin grein er gjörð á mismuni milli þess, sem hann kallar sönghæfur moll-tón- stigi, og þess moll-stiga, sem liggur til grundvallar fyrir akkordum í moll-tóntegundum (harmóniskur moll). Á bls. 46 er sópran kallaður (í svigum) »lagið«, altinn »milli- rödd«, og svo setur höfundurinn smiðshöggið á, með því að kalla tenórinn »prímóbassa«. Veit hver sá, sem nokkurt skynbragð ber á tónfræði, að hér er öllu grautað saman. Loksins slær höfundurinn botninn í alt saman, með því að segja á bls. 55, að »trilla« tákni það, að aðalnótunni sé skift í þrítugasta og annarsparts-nótur, og gætir ekki þess, að tala nótnanna í »trillu« er með öllu komin undir hraða ftempó) lagsins. Mörg orðskrípi eru notuð í bæklingi þessum, t. d. tónflutnings- merki, einund, tvíund, þríund, fjórund, hornklofi, og margt annað, sem að mínu áliti er óhafandi. Sv. Sveinbjörnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.