Eimreiðin - 01.09.1912, Side 1
Um ættjarðarást.
Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON.
Nýlega var ég staddur undir dönskum þiljum, ásamt utigum
mentamanni, íslenzkum, sem þegið hafði danskt fé, meðan hann
var að námi. Eg sat úti í horni og lét ekki á mér bóla. En hann
drakk tvímenning með ungri stúlku og var hann allur á lofti, augu
og munnur í alspennu. Eg lét mál mannsins eins og vind um
eyrun þjóta; því að mér þótti það lítilsvert og fánýtt. Pó mælti
hann þrjár setningar, sem vöktu athygli mína og festust í minn-
inu. Hann sagði þær með brosandi lyftingu og bandaði frá sér
um leið:
»]?að er um að gera, að alt gangi einhvernveginn. Og svo
er annað: við verðum að hata Dani.« —Hann leit í kringum sig
og hnykti á með höfðinu. Og svo bætti hann við þessumorðum:
»Já! við erum auðvitað landvarnarmenn.«
Er þetta unga kynslóðin? spurði ég sjálfan mig. Skyldu dreng-
irnir mínir verða sporgöngumenn þessa kögursveins, þegar hann
hefir slitið skóm sínum. Mér varð hverft við, spratt á fætur og
gekk upp á þiljur til að svala mér, út að öldustokknum og starði
niður í sjóinn, djúpan og skuggalegan.
»Við erum auðvitað landvarnarmenn,« sagði maðurinn. Og
þegar ég gekk út úr drykkjusalnum, heyrði ég að hann sagði —
»landvarnarmenn og sjálfstæðismenn*.
Bræður hans til beggja handa, og frændur hans í öllum átt-
um, munu neita því, að þeir telji það æskilegt, að alt gangi ein-
hvernveginn. Þeir benda bogann sinn hærra en svo. Pó það væri!
Hinu játa þeir vafalaust: að sjálfsagt sé að hata Dani. En ef mest
væri vert um það, að alt gengi einhvernveginn, þá væri vanda-
laust að lifa. Pá væri Kleppur fýrirheitna landið.
Hatur sumra mentamanna vorra til Dana, þeirra sem þjóð-
mál hafa með höndum, er alveg óskiljanlegt, þar sem þeir hafa
ii